Lofar ekki kraftaverkum

„Þegar kemur að heilsu skiptir auður engu. Ég hef farið …
„Þegar kemur að heilsu skiptir auður engu. Ég hef farið víða um heim en það er eitthvað sem dregur mig hingað. Hjarta mitt er á Íslandi,“ segir Rahul Bharti frá Nepal. mbl.is/Ásdís

Rah­ul Bharti er tæp­lega fimm­tug­ur Ind­verji sem helgað hef­ur líf sitt því að hjálpa ná­ung­an­um. Hann hef­ur lært óhefðbundn­ar lækn­ingaaðferðir; nudd, nála­stung­ur og list­ina að beita skál­um til þess að hreinsa út eit­ur­efni. Hann nam fræðin af höfðingj­um og læri­meist­ur­um ætt­bálka víða um heim allt frá sjö ára aldri.

Bharti er kom­inn til Íslands í þriðja sinn til þess að hjálpa meðal ann­ars Brandi Bjarna­syni Karls­syni, sem hef­ur þurft að nota hjóla­stól í ára­tug. Einnig hef­ur hann í hyggju að byggja hér upp miðstöð fyr­ir fólk sem þarf á hjálp að halda og fór hann á Bessastaði til þess að spjalla við for­set­ann um sín hjart­ans mál.

Fædd­ist and­vana

„Mamma var 48 ára þegar hún eignaðist mig og er í dag 96 ára. Að kvöldi 22. nóv­em­ber 1970 klukk­an kort­er í miðnætti á sunnu­degi var hún flutt í ofboði á bör­um til spít­al­ans. Á leiðinni missti hún vatnið og ég spýtt­ist út og lenti á göt­unni. And­ar­taki síðar fædd­ist ann­ar dreng­ur og er ég því tví­buri. En vanda­málið var að bróðir minn grét en ég var líf­vana og orðinn blár. Ég andaði ekki og þegar komið var með okk­ur á spít­al­ann var ég úr­sk­urðaður lát­inn; það var nú komið miðnætti og það var eng­inn púls. Um tvö um nótt­ina var farið með okk­ur heim og ég klædd­ur í föt fyr­ir jarðarför mína. Á þess­um árum var ekki til siðs að aðskilja tví­bura þrátt fyr­ir lát ann­ars og þeir voru hafðir sam­an þar til greftrun átti sér stað. Þannig að mamma og pabbi höfðu okk­ur þétt sam­an og alla nótt­ina var bróðir minn að setja hönd­ina yfir mig og henda sér ofan á mig; það var mjög und­ar­legt því ný­fædd börn eiga ekki að geta það. Klukk­an tíu um morg­un­inn kom prest­ur­inn til að jarða mig. Þá var bróðir minn lát­inn en ég á lífi,“ seg­ir Bharti.

Hann seg­ist seinna hafa spurt for­eldra sína hvernig þeir vissu að þetta væri hann sem lifði en ekki bróður hans og svöruðu þau: „Af því að þú varst í föt­um en bróðir þinn nak­inn.“

Sex­tán ára sviss­nesk­ur faðir

Fjöl­skyld­an var afar fá­tæk og bjuggu þau í tjaldi á strönd­inni. Fyr­ir utan tjaldið var kókós­hnetu­tré og þar fannst Bharti gott að sitja sem lít­ill dreng­ur.

„Þegar ég var tveggja ára sat ég gjarn­an þarna við kókóstréð. Rétt hjá var kofi einn og þar fyr­ir utan sat ungt er­lent par og ég man ennþá að þau héldu á súkkulaði og veifuðu því. Ég var for­vit­inn og hljóp til þeirra og fékk súkkulaðið. Þetta gerði ég marga daga í röð. Eina nótt­ina fundu for­eldr­ar mín­ir mig ekki. Þegar unga parið opnaði dyrn­ar á kof­an­um lá ég þar sof­andi á dyramott­unni. Ég held ég hafi ekki getað beðið til morg­uns eft­ir súkkulaðinu. Frá þeim degi var ég í kring­um þetta par og þau urðu heilluð af mér. Þau sögðust vilja hafa Rah­ul hjá sér. Ég hafði ekki hug­mynd þá um að þau voru aðeins sex­tán og nítj­án ára; hann sex­tán og hún nítj­án,“ seg­ir hann.

Unga parið fékk þá flugu í höfuðið að reyna að ætt­leiða litla dreng­inn.

„Pabbi hringdi í pabba sinn og sagðist vilja ætt­leiða mig, en hann er einka­son­ur mjög ríks manns í Sviss. Þau gátu auðvitað ekki ætt­leitt mig lög­lega þar sem þau voru svo ung. Afi sagði bara nei. Hann átti fimm dæt­ur og einn son og að sjálf­sögðu vildu þau amma ekki að sex­tán ára son­ur þeirra ætt­leiddi barn frá Indlandi. Þá sagði pabbi við afa að ef hann gengi ekki að þessu myndi hann aldrei gifta sig og aldrei eign­ast börn. Þannig að hann setti hon­um stól­inn fyr­ir dyrn­ar og afi flaug til Ind­lands, til Goa. Hann fór í sviss­neska sendi­ráðið og vegna ald­urs föður míns ætt­leiddi afi minn mig. Þannig að í raun er afi minn lög­lega faðir minn.“

Rahul Bharti bjó og lærði hjá ættbálkum þegar hann var …
Rah­ul Bharti bjó og lærði hjá ætt­bálk­um þegar hann var barn og ung­ling­ur og þvæld­ist víða um heim­inn. mbl.is/Á​sdís

Sjö ára í nudd­skóla

Bharti bjó í Sviss á ár­un­um 1972-1977 en eft­ir skilnað for­eldr­anna flutti hann til Taí­lands með föður sín­um. „Þar var ég sett­ur í alþjóðleg­an skóla og ég man að þar var kona frá Þýskalandi sem var að læra nudd og vantaði ein­hvern til að æfa sig á. Hún spurði pabba, sem var upp­tek­inn þannig að ég fékk nuddið. Þarna var vendipunkt­ur í lífi mínu, en líf mitt er svo flókið að ég tala sjald­an um það,“ seg­ir hann og bros­ir.

„Ég var svo tvö ár í skól­an­um og varð einn af þeim bestu. Sem barn var ég fljót­ur að læra og varð fljótt eins kon­ar leiðbein­andi þarna. Árið 1979 áttaði ég mig á því að ég hafði ein­ung­is verið að læra um lík­amann en ég vissi að það var eitt­hvað meira hand­an hans. Ég sá að fólk var fullt af til­finn­ing­um og vissi ekki hvaðan þær komu. Þannig að ég ákvað læra um það; hvernig lík­am­inn virkaði. En ég vissi ekki hvar ég ætti að byrja og ein­hver nefndi Srí Lanka. Ég sagði pabba að við þyrft­um að fara til Srí Lanka og hann hélt að ég væri að missa vitið. En hann vissi að all­ar ákv­arðanir sem ég tæki væru góðar.“

Á meðal nak­inna frum­byggja

Þess má geta að þarna er Bharti aðeins níu ára gam­all en engu að síður ákvað faðir hans að láta drauma drengs­ins ræt­ast. „Við fór­um til Colom­bo og ég vissi ekki hvar ég ætti að byrja og fór að leita. Ég hitti dreng á mínu reki á strönd­inni og við urðum vin­ir. Í nokkra daga fór ég með hon­um heim, en hann bjó með fjöl­skyldu sinni í eins kon­ar tjaldi. Faðir hans var heil­ari og fólk streymdi til hans og ég sá að því leið bet­ur þegar það fór. Ég spurði hvort hann gæti kennt mér og hann játaði því. Svo kom vin­ur minn til mín og sagði að þau þyrftu að flytja og það kom í ljós að þau voru sígaun­ar sem fluttu á viku­fresti. Þau máttu ekki vera nema sjö daga á sama stað,“ seg­ir Bharti, sem út­skýr­ir að fólkið flutti stans­laust á milli tjalda.

„Ég fór þá til pabba og sagðist vilja ferðast með þessu fólki. Við kom­umst að því að þessi heil­ari vissi allt um orku lík­am­ans. Hann var eins kon­ar kon­ung­ur þess­ara sígauna. Hann sagði pabba að það tæki þau tvö ár að ferðast hring­inn, fram og til baka á milli tjalda frá Colom­bo til Galle. Pabbi vissi ekki sitt rjúk­andi ráð og spurði hvernig hann ætti þá að finna mig. Hann sagði pabba að hann þyrfti bara að spyrja um höfðingj­ann og þá myndi hann finna mig í einu af þess­um tjöld­um á strand­lengj­unni. Pabbi leyfði mér að ferðast með þess­um sígaun­um en fór sjálf­ur til Ind­lands. Eft­ir um sex mánuði sagði heil­ar­inn við mig að ég þyrfti að hitta læri­meist­ara sinn en ég var hissa að hann væri með læri­meist­ara. Það reynd­ist vera faðir hans og við geng­um í þrjá daga úti í nátt­úr­unni og kom­um þá að þorpi þar sem all­ir gengu um nakt­ir. Al­gjör­lega nakt­ir,“ seg­ir Bharti.

„Ég fór þá að búa með þeim þarna og gekk um nak­inn eins og þau og lærði hjá þess­um manni sem var sjam­an, eða galdra­lækn­ir.“

„Síðan þá hef ég verið að kenna og leiðbeina víða um heim. Ég er með nám­skeið og þeir bet­ur efnuðu borga það sem þeir vilja en hinir fá frítt. Ég kenni öll­um og rukka eng­an um neitt. Brand­ur kom til Nepals ásamt tíu manna hópi og þau bjuggu frítt hjá mér og hann fékk alla meðferðina ókeyp­is. Ég er hér á Íslandi fyr­ir hann og hann er að verða fúll út í mig því hann vill borga mér eitt­hvað en kon­an mín sagði hon­um að það væri af og frá, við mynd­um þá hætta meðferðinni,“ seg­ir hann og bros­ir.

Ræddi við for­set­ann

Nú er Rah­ul Bharti á Íslandi í þriðja sinn og seg­ist munu koma hingað oft í framtíðinni. „Mig lang­ar að huga að heilsu fólks á Íslandi,“ seg­ir Bharti. „Ég kom hingað fyrst fyr­ir þrem­ur árum en ég hef ferðast til 60% landa heims og þegar ég lenti á Íslandi skynjaði ég að landið væri orku­mikið. Ég fann það um leið og ég lenti. En ég skynjaði að fólk hér væri þung­lynt og skildi ekki af hverju. Þannig að ég kom aft­ur og fór að halda nám­skeið. Ef sex­tán manns sóttu nám­skeið voru kannski tveir sem borguðu en hinir fengu frítt. Þannig virk­ar það með nám­skeiðin mín,“ seg­ir hann.

Rahul Bharti fór ásamt Brandi Bjarnasyni Karlssyni að heimsækja forsetann …
Rah­ul Bharti fór ásamt Brandi Bjarna­syni Karls­syni að heim­sækja for­set­ann og vel fór á með þeim. Ljós­mynd/​Aðsend


„Svo fékk ég tæki­færi til að hitta for­seta ykk­ar og það er fal­leg­asti maður sem ég hef á ævi minni hitt. Ég spurði hann um Íslend­inga og hann sagði að marg­ir hér væru niður­dregn­ir og ég fann að það olli hon­um sorg. Hann spurði mig hvað væri til ráða. Ég sagði hon­um frá hug­mynd minni að opna hér miðstöð, ókeyp­is fyr­ir alla, fyr­ir alla þá, fatlaða og ófatlaða, sem þurfa hjálp,“ seg­ir hann og nefn­ir að hér á landi séu marg­ir fær­ir heilar­ar.

„Mig lang­ar að bjóða þeim að koma sam­an á ráðstefnu og fá þá til að vinna sam­an að einu mark­miði. Annað sem mig lang­ar að gera er að bjóða hundrað Íslend­ing­um að koma að læra hjá mér, þeim að kostnaðarlausu,“ seg­ir hann.

Lofa engu krafta­verki

„Í dag erum við að vinna með Brandi sex tíma á dag; þrjá tíma á morgn­ana og þrjá á kvöld­in,“ seg­ir Bharti og tek­ur fram að hann sé ekki að vinna krafta­verk.

„Við erum ekki að lækna neinn held­ur erum við að efla fólk sjálft til dáða. Við hjálp­um því að gef­ast ekki upp eða gefa upp alla von. Við lof­um eng­um krafta­verk­um en lof­um að vera til staðar og hjálpa fólki að vera elskað og elska. Við ýtum fólki til hins ítr­asta; við erum að gefa því smá spark til þess að halda áfram,“ seg­ir Bharti.

Þess má geta að Brand­ur missti smátt og smátt mátt­inn í öll­um lík­am­an­um og hafa lækn­ar enn ekki fundið ástæðuna en hann lenti ekki í mænuskaða. „Sam­kvæmt lækna­vís­ind­um mun Brand­ur ekki geta hreyft sig fram­ar. Ég er mjög mikið fyr­ir áskor­an­ir og ég hef verið að vinna með manns­lík­amann alla ævi þannig að ég var til í þessa áskor­un,“ seg­ir Bharti, sem bauð hon­um til sín til Nepals á ár­inu og vill hjálpa hon­um á fæt­ur ef mögu­legt er. Í Nepal hjálpaði hann hon­um að breyta um lífs­stíl og þjálfa vöðva hans. Stíf­ar æf­ing­ar voru alla daga, sjö daga vik­unn­ar, og er á dag­skrá að halda því áfram í tvö ár. Brand­ur hef­ur styrkst mikið og hef­ur jafn­vel fengið ör­litla hreyfigetu þar sem áður var eng­in.

„Nú eru liðnir fjór­ir mánuðir. Við höf­um byggt upp vöðvana og náð að minnka bjúg í lík­am­an­um. Hann hef­ur misst átta kíló og hér sérðu hvað hann get­ur gert,“ seg­ir Bharti og sýn­ir blaðamanni mynd­band af Brandi að lyfta tíu kílóa stöng í bekkpressu. „Við erum hér heilt teymi að þjálfa hann eins og hann væri ung­barn. Við vilj­um að hann byggi upp sjálfs­traust til að hann geti náð ár­angri. Við vilj­um hvetja hann áfram,“ seg­ir hann.

„Við höld­um áfram hvort sem hann nær ein­hverj­um bata eða ekki. Hann hef­ur engu að tapa. Drop­inn hol­ar stein­inn, þannig að við gef­umst ekki upp.“

Brandur og Alma giftu sig að Nepölskum sið en þau …
Brand­ur og Alma giftu sig að Nepölsk­um sið en þau bjuggu frítt hjá Bharti í þrjá mánuði. Ljós­mynd/​Aðsend


Spurður hvers vegna hann kjósi að hjálpa Íslend­ing­um sem hafa nóg til hnífs og skeiðar í stað þess að beina öll­um kröft­um sín­um að fá­tæk­um svar­ar hann: „Þegar kem­ur að heilsu skipt­ir auður engu. Ég hef farið víða um heim en það er eitt­hvað sem dreg­ur mig hingað. Hjarta mitt er á Íslandi.“


Ítar­legt viðtal er við Rah­ul Bharti í Sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins um helg­ina. 

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert