Úr sjónum í ruslið

Þorsteinn með aflann, sem hann segist sækja nokkrum sinnum í …
Þorsteinn með aflann, sem hann segist sækja nokkrum sinnum í viku. Veiði var góð í þetta sinn, þótt sennilega megi deila um hvort það sé gott eða slæmt. mbl.is/Alexander

Þor­steinn Stef­áns­son hef­ur marga fjör­una sopið. Um ára­bil veiddi hann fisk, sem varla er í frá­sög­ur fær­andi, en er blaðamaður átti leið um gömlu höfn­ina rak hann augu í ann­an og áhuga­verðari afla Þor­steins, nefni­lega rusl.

„En þetta er nú eng­in saga, og má alls ekki vera langt,“ seg­ir Þor­steinn áður en hann hef­ur frá­sögn­ina, sem verður þó í lengra lagi.

Þor­steinn er ruslakarl gömlu hafn­ar­inn­ar, sér um að tæma þar tunn­ur og fanga afl­ann sem endað hef­ur í sjón­um. Til þess not­ar hann for­láta háf og beit­ir hon­um á hafn­ar­svæðinu nokkr­um sinn­um í viku. Ekki veit­ir af; afl­inn virðist góður og skund­ar Þor­steinn rak­leitt með hann inn í bíl­inn sinn, sem senni­lega mætti kalla snyrti­leg­asta ruslabíl sem fyr­ir­finnst í borg­inni.

Þótt Þor­steinn sé orðinn átt­ræður er hann rosk­inn og ern, en hann hef­ur séð um hreins­un­ar­starfið í verk­töku hjá Faxa­flóa­höfn­um um nokk­urra ára skeið, og held­ur sér þannig við.

Hann seg­ir nauðsyn­legt að hafa mann í verk­inu. Ruslið hend­ir sér jú ekki sjálft, og fyr­ir hans tíð hafi það bara dagað uppi í sjón­um óáreitt. Auk­inni um­ferð ferðamanna um svæðið fylg­ir líka meira rusl og Þor­steinn sér nú um að tæma tutt­ugu rusla­tunn­ur á hafn­ar­bakk­an­um, auk þess að fiska rusl úr sjó.

Ein­um túr frá sjó­slysi

Hafið hef­ur alla tíð átt hug hans all­an, eins og glöggt má sjá af akk­eri sem hann hef­ur húðflúrað á vinstri úlnlið til að minna sig á upp­run­ann.

Þorsteinn og ruslabíllinn.
Þor­steinn og ruslabíll­inn. mbl.is/​Al­ex­and­er

Hann ól mann­inn í Reykja­vík og Bisk­upstung­um en flutti 26 ára til Tálkna­fjarðar og hef­ur starfað á nokkr­um tog­ur­um í gegn­um árin meðal ann­ars Nar­fa, fyrsta frysti­tog­ara lands­ins. Þá var hann á Röðli í Hafnar­f­irði og skut­tog­ar­an­um Má. „Á þess­um tíma gengu menn í öll störf ef þeir kunnu til sjós,“ seg­ir Þor­steinn og bæt­ir við að hann hafi starfað sem stýri­maður, vél­stjóri, há­seti og kokk­ur. Nokk­urn veg­inn allt annað en skip­stjóri. Lengst af var hann þó ann­ar vél­stjóri.

Hann á erfitt með að sleppa tak­inu af sjó­mennsk­unni og tók síðast tvo túra á Örfiris­ey, tog­ara HB Granda, fyr­ir tveim­ur árum. Þá hafi hann verið messagutti.

Sjó­mennsk­an nú er allt ann­ars eðlis en þegar Þor­steinn hóf störf og sjó­slys voru ár­legt brauð. Hann rifjar upp að árið 1968 hljóp hann í skarðið fyr­ir stýri­mann á bátn­um Sæ­fara sem gerður var út frá Tálknafirði. Veður var vont og hann hafði ekki kom­ist vest­ur úr höfuðstaðnum. Þegar veður hafði lægt og áhöfn­in var aft­ur kom­in til starfa hélt bát­ur­inn síðan í næsta túr í miklu hvassviðri og vondu skyggni. Fórst bát­ur­inn og all­ir sex um borð, meðan Þor­steinn var í landi.

Þorsteinn á túrnum fyrir tveimur árum, um 50 sjómílum vestan …
Þor­steinn á túrn­um fyr­ir tveim­ur árum, um 50 sjó­míl­um vest­an af Vest­fjörðum. Ljós­mynd/​Aðsend

Byggði Seðlabank­ann

Hafið er samt ekki það eina sem hef­ur kom­ist að hjá Þor­steini. Hann hef­ur komið víða við á viðburðarík­um ferli og lærði meðal ann­ars húsa­smíði. Við það starfaði hann lengi og vann til að mynda um tveggja ára skeið að bygg­ingu Seðlabanka Íslands á ní­unda ára­tugn­um. Hér áður fyrr sást það hús greini­lega frá hafn­ar­bakk­an­um, en það er liðin tíð. Nú skyggja ný­byggð hót­el­in á húsið, sem hann seg­ir hag­an­lega byggt og mikla prýði af.

Þá gerði hann út trillu frá Tálknafirði á sjö­unda ára­tugn­um, fyr­ir tíma kvóta­kerf­is­ins þegar hægt var að hafa lifi­brauð af slíku. „En það hef­ur verið farið mjög illa með þenn­an út­gerðarflokk.“ Húsa­smíði og sjó­mennska eru krefj­andi störf, og þegar Þor­steinn varð sex­tug­ur ákvað hann að söðla um og ger­ast sund­laug­ar­vörður, fyrst í Vest­ur­bæj­ar­laug en síðar í Sund­höll­inni. 

Áður en hann sagði skilið við laug­arn­ar, fyr­ir um tíu árum, til að setj­ast í helg­an stein að nafn­inu til, keypti hann trillu á ný. Í þetta sinn var það Úrdína, bát­ur sem feðgar frá Lamba­vatni á Rauðas­andi létu smíða árið 1978. Trill­an er í topp­st­andi og upp­runa­leg Volvo-vél­in enn til staðar. „Það hent­ar göml­um karli vel að kom­ast út á sjó og viðra sig endr­um og eins,“ seg­ir hann, en trill­una not­ar hann til að veiða í soðið. Ekki má hann jú selja afl­ann leng­ur.

Hér sæist í Seðlabankann ef ekki væri fyrir hálfbyggð ferlíkin …
Hér sæ­ist í Seðlabank­ann ef ekki væri fyr­ir hálf­byggð ferlík­in sem ein­hvern tím­ann verða að íbúðum og versl­un­ar­rým­um. mbl.is/​Al­ex­and­er
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert