Björgunaraðgerðir vegna manns sem situr fastur á syllu í Goðahrauni á Fimmvörðuhálsi standa enn yfir, en aðgerðirnar eru tæknilega erfiðar að sögn upplýsingafulltrúa Landsbjargar.
Björgunarsveitum barst hjálparbeiðni klukkan 18 og voru komnar að manninum og félaga hans um klukkan 20 og hafa aðgerðir því staðið yfir í um þrjár klukkustundir.
Maðurinn reyndist ekki vera slasaður, en erfiðlega gengur að ná honum af syllunni og hafa björgunarsveitarmenn þurft að setja upp ýmsan búnað til að tryggja sig og göngumanninn, sem er erlendur, í þessum erfiðu aðstæðum.
Uppfært kl. 23:50: Manninum hefur verið bjargað af syllunni.