Aðgerðir standa enn yfir á Fimmvörðuhálsi

Maðurinn reyndist ekki vera slasaður en erfiðlega gengur að ná …
Maðurinn reyndist ekki vera slasaður en erfiðlega gengur að ná honum af syllunni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Björg­un­araðgerðir vegna manns sem sit­ur fast­ur á syllu í Goðahrauni á Fimm­vörðuhálsi standa enn yfir, en aðgerðirn­ar eru tækni­lega erfiðar að sögn upp­lýs­inga­full­trúa Lands­bjarg­ar.

Björg­un­ar­sveit­um barst hjálp­ar­beiðni klukk­an 18 og voru komn­ar að mann­in­um og fé­laga hans um klukk­an 20 og hafa aðgerðir því staðið yfir í um þrjár klukku­stund­ir.

Maður­inn reynd­ist ekki vera slasaður, en erfiðlega geng­ur að ná hon­um af syll­unni og hafa björg­un­ar­sveit­ar­menn þurft að setja upp ýms­an búnað til að tryggja sig og göngu­mann­inn, sem er er­lend­ur, í þess­um erfiðu aðstæðum. 

Upp­fært kl. 23:50: Mann­in­um hef­ur verið bjargað af syll­unni. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert