Manninum bjargað af syllunni

Aðgerðirnar voru tæknilega erfiðar og tóku langan tíma.
Aðgerðirnar voru tæknilega erfiðar og tóku langan tíma. Ljósmynd/Slysavarnafélagið Landsbjörg

Göngumanninum, sem setið hafði fastur á syllu í Goðahrauni á Fimmvörðuhálsi frá klukkan 18 í dag, hefur verið bjargað úr sjálfheldunni. 

Samkvæmt upplýsingum frá Davíð Má Bjarnasyni, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, náðu björgunarsveitarmenn að koma manninum upp af syllunni nú klukkan hálftólf.

Unnið er að því að ná í hann hita og orku fyrir gönguna að bílum björgunarsveitanna, en hann er kaldur og hrakinn eftir rúmar fimm klukkustundir á syllunni í mikilli þoku. Manninum verður síðan ekið í Skóga.

Unnið er að því að ná í hann hita og …
Unnið er að því að ná í hann hita og orku fyrir gönguna að bílum björgunarsveitanna. Ljósmynd/Slysavarnafélagið Landsbjörg
Björgunarsveitarfólk þurfti að ganga síðasta spölinn að manninum á syllunni.
Björgunarsveitarfólk þurfti að ganga síðasta spölinn að manninum á syllunni. Ljósmynd/Slysavarnafélagið Landsbjörg
Mikil þoka er á svæðinu eins og sjá má af …
Mikil þoka er á svæðinu eins og sjá má af þessari mynd af vettvangi í kvöld. Ljósmynd/Slysavarnafélagið Landsbjörg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert