Manninum bjargað af syllunni

Aðgerðirnar voru tæknilega erfiðar og tóku langan tíma.
Aðgerðirnar voru tæknilega erfiðar og tóku langan tíma. Ljósmynd/Slysavarnafélagið Landsbjörg

Göngu­mann­in­um, sem setið hafði fast­ur á syllu í Goðahrauni á Fimm­vörðuhálsi frá klukk­an 18 í dag, hef­ur verið bjargað úr sjálf­held­unni. 

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Davíð Má Bjarna­syni, upp­lýs­inga­full­trúa Lands­bjarg­ar, náðu björg­un­ar­sveit­ar­menn að koma mann­in­um upp af syll­unni nú klukk­an hálftólf.

Unnið er að því að ná í hann hita og orku fyr­ir göng­una að bíl­um björg­un­ar­sveit­anna, en hann er kald­ur og hrak­inn eft­ir rúm­ar fimm klukku­stund­ir á syll­unni í mik­illi þoku. Mann­in­um verður síðan ekið í Skóga.

Unnið er að því að ná í hann hita og …
Unnið er að því að ná í hann hita og orku fyr­ir göng­una að bíl­um björg­un­ar­sveit­anna. Ljós­mynd/​Slysa­varna­fé­lagið Lands­björg
Björgunarsveitarfólk þurfti að ganga síðasta spölinn að manninum á syllunni.
Björg­un­ar­sveitar­fólk þurfti að ganga síðasta spöl­inn að mann­in­um á syll­unni. Ljós­mynd/​Slysa­varna­fé­lagið Lands­björg
Mikil þoka er á svæðinu eins og sjá má af …
Mik­il þoka er á svæðinu eins og sjá má af þess­ari mynd af vett­vangi í kvöld. Ljós­mynd/​Slysa­varna­fé­lagið Lands­björg
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert