Berja mátti augum nokkuð sérkennilegt skýjafar yfir austanverðum Skaga við Skagafjörð í dag og tók Einar Gíslason á Sauðárkróki meðfylgjandi myndir af því þar sem hann var staddur á Höfðaströnd hinum megin við fjörðinn.
Mætti helst halda að um snæviþaktan fjallgarð hafi verið að ræða eða jökulbreiðu. Hins vegar er vitanlega enga jökla að finna á þessum slóðum.
Samkvæmt upplýsingum vakthafandi veðurfræðingi hjá Veðurstofunni voru þarna á ferðinni þokuský sem hafi verið að færast smám saman inn Skagafjörðinn.
Fyrir vikið megi vænta þoku á svæðinu í kvöld.