Þrjár nýjar tegundir fundust

Fundur áttfætlunnar í Surtsey kom líffræðingum á óvart. Ólíklegt þótti …
Fundur áttfætlunnar í Surtsey kom líffræðingum á óvart. Ólíklegt þótti að hún gæti borist langt út á haf til að nema nýtt land. Ljósmynd/Erling Ólafsson

Surtsey kemur vel undan þurrkatíðinni í sumar og rannsóknir líffræðinga í eynni undanfarna daga hafa sýnt að sem fyrr er gróðurlíf þar fjölbreytt og vaxandi. Ein ný plöntutegund fannst á eynni, hóffífill, og tvær nýjar pöddutegundir, hvannuxi og langleggur.

Líffræðingar Náttúrufræðistofnunar Íslands fóru í árlegan leiðangur til Surtseyjar 14.-18. júlí þar sem litið var á landnám plantna og dýra. Á hverju ári má merkja aukna útbreiðslu graslendis í eynni, að því er fram kemur á vef Náttúrufræðistofnunar, en það nýtur góðs af öflugri áburðargjöf máfa sem hafa hreiðrað um sig í Surtsey.

Surtsey var friðlýst árið 1965 og fer Umhverfisstofnun með umsjón Surtseyjarfriðlandsins. Óheimilt er að fara í land í Surtsey eða kafa við eyna nema að fengnu leyfi Umhverfisstofnunar. Þá hefur eyjan verið á heimsminjaskrá Unesco frá því í júlí 2008.

Í hinum árlega leiðangri Náttúrufræðistofnunar fannst plöntutegundin hóffífill, en síðast fundust nýjar tegundir árið 2015. Alls hefur fundist 61 tegund æðplantna á lífi á eyjunni en tvær tegundir, hnjáliðagras, sem hafði vaxið á eynni í áraraðir, og ljónslappi sem fannst nýr árið 2016, fundust ekki á lífi í ár.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert