Keyptu veiðijarðir við Búðardalsá

Veitt við Langadalsá. Íslenskir fjárfestar keyptu jarðir við ána.
Veitt við Langadalsá. Íslenskir fjárfestar keyptu jarðir við ána. mbl.is/Einar Falur Ingólfsson

Sviss­nesk­ir fjár­fest­ar hafa á síðustu árum keypt þrjár jarðir við Búðar­dalsá á Skarðsströnd. Með kaup­un­um deila þeir jöfn­um at­kvæðis­rétti í ánni með ís­lensk­um land­eig­end­um á svæðinu.

Sam­kvæmt heim­ild­um blaðsins dvelja fjár­fest­arn­ir nokkr­ar vik­ur á svæðinu á ári. Þeir hafi stundað veiðar á Íslandi í ára­tugi. Veiðin sé þeirra ástríða.

Jafn­framt hef­ur sviss­neski fjár­fest­ir­inn Jakob Dav­id Blu­mer keypt tvær jarðir á Aust­ur­landi. Önnur er við Fá­skrúðsfjörð en hin er við Kelduá inn til lands­ins. Með kaup­un­um eiga er­lend­ir fjár­fest­ar jarðir við flesta firði á Aust­fjörðum.

Íslend­ing­ar keyptu jarðirn­ar

Hins veg­ar keyptu ís­lensk­ir fjár­fest­ar fjór­ar jarðir við Langa­dalsá og Hvanna­dalsá á Vest­fjörðum, sem verið höfðu í eigu Johns Örne­bergs.

Kaup­end­urn­ir voru ann­ars veg­ar fé­lag Guðmund­ar Inga Jóns­son­ar og Þor­láks Trausta­son­ar og hins veg­ar fé­lag Guðmund­ar Hall­dórs Jóns­son­ar, barna­barns stofn­anda Byko. Selj­and­inn, Örne­berg, teng­ist timb­uriðnaði, að því er fram kem­ur í  um­fjöll­un um jarðasöl­ur þess­ar  í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert