Bandaríkjamenn koma á morgun

F-15 orrustuþota tekst á loft á Keflavíkurflugvelli í fyrra.
F-15 orrustuþota tekst á loft á Keflavíkurflugvelli í fyrra.

Flugsveit úr banda­ríska flug­hern­um, sem mun sinna loft­rým­is­gæslu Atlants­hafs­banda­lags­ins við Ísland, kem­ur til lands­ins á morg­un, fimmtu­dag. Þetta staðfest­ir Sveinn Guðmars­son, fjöl­miðlafull­trúi ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins, í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Eins og greint var frá í Morg­un­blaðinu á laug­ar­dag munu allt að 110 liðsmenn banda­ríska flug­hers­ins, og fimm F-16 orr­ustuþotur, mæta til lands­ins.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu verður verk­efnið fram­kvæmt með sama fyr­ir­komu­lagi og fyrri ár. Í fyrra var flokk­ur Banda­ríkja­manna þó nokkuð stærri, þegar um 300 liðsmenn komu hingað til lands með fimmtán orr­ustuþotur með sér.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert