Flugsveit úr bandaríska flughernum, sem mun sinna loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins við Ísland, kemur til landsins á morgun, fimmtudag. Þetta staðfestir Sveinn Guðmarsson, fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins, í samtali við Morgunblaðið.
Eins og greint var frá í Morgunblaðinu á laugardag munu allt að 110 liðsmenn bandaríska flughersins, og fimm F-16 orrustuþotur, mæta til landsins.
Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu verður verkefnið framkvæmt með sama fyrirkomulagi og fyrri ár. Í fyrra var flokkur Bandaríkjamanna þó nokkuð stærri, þegar um 300 liðsmenn komu hingað til lands með fimmtán orrustuþotur með sér.