Grunur um leka í Múlakvísl

Vatnsborð virðist hafa hækkað nokkuð í Múlakvísl á síðustu dögum.
Vatnsborð virðist hafa hækkað nokkuð í Múlakvísl á síðustu dögum. Mbl.is/Jónas Erlendsson

Grunur leikur á að í Múlakvísl sé jarðhitavatnsleki. Megn lykt hefur borist frá kvíslinni síðustu daga og fylgjast vaktmenn Veðurstofu Íslands grannt með gangi mála. 

„Það er þannig engin breyting í Múlakvísl en það hefur verið lykt af henni síðustu daga. Við erum einmitt með vaktmenn á svæðinu sem eru að mæla hana fyrir okkur. Það er grunur um að það sé einhver smá leki í henni,“ segir náttúruvársérfræðingur Veðurstofu. 

Hlaup er ekki hafið en mikið magn vatns hef­ur safn­ast sam­an í sig­kötl­um Mýr­dals­jök­uls und­an­farn­ar vik­ur og mælist rafleiðni í Múlakvísl há. 

„Lyktin er eðlileg þegar það er jarðhitaleki. Við fylgjumst rosalega vel með henni af því það er lykt og af því það er þessi grunur um jarðhitaleka, ef það er að leka úr sigkötlunum.“

Búist er við stærsta hlaupi í Múlakvísl í átta ár, eða síðan 2011 þegar jökulhlaupið tók með sér brúna yfir Múlakvísl og þjóðvegurinn rofnaði. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert