„Heilmiklar framkvæmdir“

Vegavinna í Ingólfsfirði í gær.
Vegavinna í Ingólfsfirði í gær.

„Það hafa verið heilmiklar framkvæmdir í dag inni í botni Ingólfsfjarðar og þeim verður fram haldið á morgun ef það kemur ekki úrskurður frá Vegagerðinni,“ segir Guðmundur Hrafn Arngrímsson, talsmaður hluta landeigenda á Seljanesi í Árneshreppi, hvar fyrirhuguð er Hvalárvirkjun sem fyrirtækið Vesturverk stendur að.

Unnið er að lagfæringum á vegum í firðinum. Andstæðingar virkjanaframkvæmda vilja láta reyna á lögmæti ákvörðunar Vegagerðarinnar um að afsala sér framkvæmdarétti á veginum og breyta honum um leið úr landsvegi í virkjunarveg.

„Það er verið að vinna fyrir okkur lögfræðiálit og við bíðum eftir svörum frá Vegagerðinni. Þeir staðfestu móttöku erindis okkar í gær,“ segir Guðmundur Hrafn, en hann undrast leyfisveitingar í tengslum við málið. „Forundran mín eykst með degi hverjum á því hve mikil brotalöm er í allri þessari málsmeðferð og að verkið sé komið svona langt. Það stendur ekki steinn yfir steini,“ segir hann í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka