Með skyrið til Texas

Rósa Amelía Árnadóttir ætlar að hasla sér völl vestanhafs með …
Rósa Amelía Árnadóttir ætlar að hasla sér völl vestanhafs með sölu á hinni vinsælu íslensku mjólkurafurð. mbl.is/Arnþór Birkisson

„Aust­in í Texas þykir vera spenn­andi ferðamanna­borg og þar eru jafn­framt góð skil­yrði fyr­ir ýmsa frum­kvöðla­starf­semi,“ seg­ir Rósa Amel­ía Árna­dótt­ir.

Hún stefn­ir að því að opna í byrj­un sept­em­ber næst­kom­andi tvo skyr­bari í Aust­in og aðra í kjöl­farið í Or­lando á Flórída, það er inn­an tólf mánaða hið mesta. Yrðu Flórída­vagn­arn­ir á fjöl­förn­um ferðamanna­stöðum þar vestra. Starf­sem­in mun byggj­ast á ís­lensk­um upp­skrift­um.

Á hverj­um skyr­bar verða um tíu rétt­ir og má þar nefna drykki, tert­ur, skyr með ávöxt­um, sam­lok­ur með skyrsós­um og svo mætti áfram telja. Áætlað er að fimm til sex millj­ón­ir ís­lenskra króna kosti að koma upp hverj­um vagni en að sölu­töl­ur eða velta á hverj­um stað verði um 100 millj­ón­ir króna á ári.

„Aust­in hef­ur verið kos­in vin­sæl­asta borg Banda­ríkj­anna síðustu þrjú ár og mögu­leik­arn­ir þar eru mikl­ir. Í borg­inni gæt­ir stefna og strauma úr mörg­um átt­um; þarna er allt að ger­ast. Ég varði löng­um tíma í að finna verk­smiðju með góðum og ódýr­um vögn­um og er núna kom­in með gripi sem ég sætti mig við. Reglu­gerðir fyr­ir hvert fylki ríkj­anna vestra eru mis­mun­andi og geta verið mjög strang­ar svo mik­il­vægt er að vanda valið,“ seg­ir Rósa í sam­tali á baksíðu Morg­un­blaðsins í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert