Með skyrið til Texas

Rósa Amelía Árnadóttir ætlar að hasla sér völl vestanhafs með …
Rósa Amelía Árnadóttir ætlar að hasla sér völl vestanhafs með sölu á hinni vinsælu íslensku mjólkurafurð. mbl.is/Arnþór Birkisson

„Austin í Texas þykir vera spennandi ferðamannaborg og þar eru jafnframt góð skilyrði fyrir ýmsa frumkvöðlastarfsemi,“ segir Rósa Amelía Árnadóttir.

Hún stefnir að því að opna í byrjun september næstkomandi tvo skyrbari í Austin og aðra í kjölfarið í Orlando á Flórída, það er innan tólf mánaða hið mesta. Yrðu Flórídavagnarnir á fjölförnum ferðamannastöðum þar vestra. Starfsemin mun byggjast á íslenskum uppskriftum.

Á hverjum skyrbar verða um tíu réttir og má þar nefna drykki, tertur, skyr með ávöxtum, samlokur með skyrsósum og svo mætti áfram telja. Áætlað er að fimm til sex milljónir íslenskra króna kosti að koma upp hverjum vagni en að sölutölur eða velta á hverjum stað verði um 100 milljónir króna á ári.

„Austin hefur verið kosin vinsælasta borg Bandaríkjanna síðustu þrjú ár og möguleikarnir þar eru miklir. Í borginni gætir stefna og strauma úr mörgum áttum; þarna er allt að gerast. Ég varði löngum tíma í að finna verksmiðju með góðum og ódýrum vögnum og er núna komin með gripi sem ég sætti mig við. Reglugerðir fyrir hvert fylki ríkjanna vestra eru mismunandi og geta verið mjög strangar svo mikilvægt er að vanda valið,“ segir Rósa í samtali á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert