„Tek við mjög góðu búi“

Ásgeir Jónsson, tilvonandi seðlabankastjóri.
Ásgeir Jónsson, tilvonandi seðlabankastjóri.

„Seðlabanki Íslands stend­ur vel og ég tek við mjög góðu búi hvað varðar efna­hags­stjórn­ina og al­menna stöðu þjóðarbús­ins,“ seg­ir dr. Ásgeir Jóns­son hag­fræðing­ur sem for­sæt­is­ráðherra hef­ur skipað í stöðu seðlabanka­stjóra. Ásgeir tek­ur við starf­inu 20. ág­úst af Má Guðmunds­syni sem gegnt hef­ur starf­inu frá 2009.

„Að mörgu leyti hef­ur tek­ist mjög vel í efna­hags­líf­inu og við erum í mjög góðri stöðu. Það er gott jafn­vægi á gjald­eyr­is­markaði og við eig­um öfl­ug­an gjald­eyr­is­forða,“ seg­ir Ásgeir. Verðbólga hef­ur hald­ist inn­an mark­miða í þónokk­ur ár, en verðbólgu­mark­mið Seðlabank­ans eru 2,5% verðbólga, með skekkju­mörk upp á 1,5% í hvora átt. Mæl­ist verðbólga nú 3,1%.

Spurður um fyrstu verk­efn­in í embætti seg­ir Ásgeir að ný lög um Seðlabank­ann taki gildi um næstu ára­mót. Þau gera ráð fyr­ir breyt­ing­um á stjórn­skipu­lagi bank­ans og sam­ein­ingu við Fjár­mála­eft­ir­litið. Þessi verk­efni blasi því við og það verði vænt­an­lega helstu viðfangs­efn­in fram að ára­mót­um að und­ir­búa þess­ar breyt­ing­ar og gildis­töku lag­anna. Varðandi breyt­ing­ar á stjórn­skipu­lagi bank­ans má nefna að skipaðir verða þrír vara­banka­stjór­ar.

Ásgeir var formaður nefnd­ar um end­ur­skoðun ís­lenskr­ar pen­inga­stefnu, sem skilaði af sér síðasta sum­ar. en meðal þess sem nefnd­in lagði til var ein­mitt að aðstoðarseðlabanka­stjór­um yrði fjölgað, úr ein­um í tvo. Skyldi ann­ar leggja áherslu á fjár­mála­stöðug­leika, en hinn hefðbundna pen­inga­stefnu. Þá lagði nefnd­in einnig til að hús­næðisliður yrði und­an­skil­inn í verðbólgu­mark­miðinu, en hús­næðis­verð hef­ur síðustu ár togað verðbólgu upp, og væri verðbólga nú 2,8% ef hús­næði væri und­an­skilið.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert