Vilja fá fleiri marsvínalimi í safnið

Búrhvalstyppið er stærsti gripur Hins íslenska reðasafns, 75 kg og …
Búrhvalstyppið er stærsti gripur Hins íslenska reðasafns, 75 kg og 1,7 metra langur. Ljósmynd/Hið íslenska reðasafn

Hið íslenska reðasafn við Laugaveg í Reykjavík hefur falast eftir því að fá reður eða reði af grindhvalatörfum sem strönduðu á Löngufjörum á Snæfellsnesi á dögunum.

„Við eigum tvo reði af grindhvölum en við erum safn og erum alltaf að safna. Við notum hvert tækifæri sem gefst til að nálgast nýja limi,“ sagði Hjörtur Gísli Sigurðsson safnstjóri.

Þeir höfðu samband við Hafrannsóknastofnun sem sendi fólk á Löngufjörur í gær og ætlaði það að hafa safnið í huga. Marsvínatyppin eru lítil miðað við stærsta grip safnsins sem er limur af búrhval en sá er um 75 kg og 170 sentimetra langur. Hið íslenska reðasafn á nú um 300 safngripi af meira en 90 tegundum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert