Biðin eftir hjartaaðgerð getur verið lífsógnandi

Skortur á hjúkrunarfræðingum kemur í veg fyrir nýtingu allra rýma …
Skortur á hjúkrunarfræðingum kemur í veg fyrir nýtingu allra rýma á gjörgæsludeildum Landspítala. mbl.is/Ómar Óskarsson

Embætti landlæknis vakti árið 2018 athygli heilbrigðisráðuneytisins á erfiðri stöðu sem verið hefur undanfarin misseri á gjörgæsludeildum Landspítala og hvernig sú staða hefur haft áhrif á aðrar deildir, þar á meðal hjarta- og lungnaskurðdeild.

Embættið vakti athygli á vandanum með sérstöku minnisblaði í apríl og í hlutaúttekt á alvarlegri stöðu á bráðamóttöku Landspítalans í desember. Í úttektinni var bent á að ítrekað hefði þurft að fresta skurðagerðum vegna skorts á legurýmum, bæði á gjörgæslum og mörgum deildum spítalans.

Í minnisblaðinu kom fram að meðalbiðtími eftir hjartaaðgerð væri innan almennra viðmiða, sem eru 90 dagar. Á það var bent að bið eftir hjartaaðgerð gæti í vissum tilvikum verið lífsógnandi og jafnframt að frestun slíkra aðgerða geti skapað sálrænt álag á sjúklinga. Það var staðfest í fréttum fjölmiðla í vikunni í viðtölum við lækna og sjúkling, sem ekki er treyst til þess að vera heima á meðan hann bíður eftir aðgerð. Sjúklingurinn hefur beðið í 40 daga en mælt er með að slík bið sé ekki lengri en fimm dagar. Einnig hefur aðgerð verið frestað í þrígang hjá þeim sjúklingi.

Landlæknir segir brýnt að bæta við legurýmum á gjörgæslu og segir rót vandans skort á hjúkrunarfræðingum sem og sjúkraliðum. Það eigi við á gjörgæsludeildum og fleiri deildum spítalans. Þá sé ljóst að vaxandi fjöldi ferðamanna skipti máli og hafi haft veruleg áhrif á starfsemi deildanna og aðgengi að legurýmum þar. Landlækni er kunnugt um að stjórnvöld og stjórnendur Landspítala séu að leita leiða til að efla

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert