Mikið umfang á framkvæmdum við LSH

Lóð nýja Landspítalans er nú sundurgrafin við upphaf framkvæmda.
Lóð nýja Landspítalans er nú sundurgrafin við upphaf framkvæmda. mbl.is/Hallur Már

Svæðið fyrir framan Landspítalann er nú sundurgrafið þar sem framkvæmdir við nýtt sjúkrahús standa yfir. Umfangið er geysimikið eins og sjá má af mynd sem tekin var með dróna við framkvæmdasvæðið.

Verktakar eru nú á fullu í jarðvinnu og fyrstu uppslættir farnir að líta dagsins ljós en húsnæðið sem rís á svæðinu mun hýsa starfsemi á 166 þúsund fermetrum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert