Telur minni líkur á parvó veirusmiti

Endanlegar niðurstöður rannsóknar á sýninu liggja ekki enn fyrir, en …
Endanlegar niðurstöður rannsóknar á sýninu liggja ekki enn fyrir, en Daníeltelur að líkur á parvó veirusmiti fara minnkandi. mbl.is

Daníel Haraldsson, þjónustudýralæknir á Egilsstöðum, hefur aflétt smitvörnum á dýralæknastofu sinni, sem hann viðhaft frá því að grunur vaknaði í síðustu viku um að þangað hefði komið inn hundur sem var smitaður af parvó veiru.

Par­vó smá­veiru­sóttin er bráðsmit­andi fyrir unga og óbólu­setta hunda. Hundurinn, sem talinn er hafa verið smitaður var mikið veikur dó, og sendi Daníel sýni í grein­ingu hjá Keld­um hjá Há­skóla Íslands. Auk þess voru hunda­eig­endur beðnir um að koma ekki með hund­ana inn á dýra­lækna­stofuna, held­ur bíða með þá úti í bíl þar til at­hugað hefði verið nán­ar hvað amaði að þeim. 

Fréttavefurinn Austurfrétt segir endanlegar niðurstöður rannsóknar á sýninu ekki enn liggja fyrir, en hefur eftir Daníel að líkur á parvó veirusmiti fara minnkandi. Ekki hafi komið upp nein önnur tilfelli og því hafi varúðarráðstöfunum verið aflétt að lokinni sótthreinsun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert