Ákærður fyrir 245 milljóna skattsvik

Ákæra á hendur Haraldi Reyni Jónssyni hefur verið gefin út.
Ákæra á hendur Haraldi Reyni Jónssyni hefur verið gefin út. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Haraldur Reynir Jónsson, einn systkinanna sem kennd eru við útgerðarfélagið Sjólaskip, hefur verið ákærður fyrir skattalagabrot. Er honum gert að sök að hafa vantalið tekjur áranna 2005-2008 og nema meint undanskot rúmum 245 milljónum króna.

Greint var frá því í síðustu viku að héraðssaksóknari hefði gefið út ákærur á hendur systkinunum fjórum hverju í sínu lagi, auk þess sem bræðurnir tveir yrðu ákærðir sameiginlega í sérmáli. Ákæran á hendur Haraldi er sú fyrsta sem birt er. 

Í nóv­em­ber árið 2016 greindi Frétta­tím­inn frá því að skatt­rann­sókn­ar­stjóri hefði sent viðskipti systkin­anna í skatta­skjól­inu Tor­tóla til rann­sókn­ar héraðssak­sókn­ara, en á meðal þess sem kom fram í frétt blaðsins var það að af­l­ands­fé­lög á Tor­tóla hefðu greitt kred­it­korta­reikn­inga fyr­ir ein­stak­linga í út­gerðarfjöl­skyld­unni. Kreditkortin voru gefin út í erlendum bönkum og tengd við bankareikninga sem skráðir voru á aflandsfélögin eða systkinin sjálf.

Af því tilefni sagði Bryn­dís Kristjáns­dótt­ir skatt­rann­sókn­ar­stjóri að þetta væri alþekkt aðferð við að taka pen­inga út úr af­l­ands­fé­lög­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert