Fyrsti bíllinn var dekkjalaus vegna gúmmískorts

Friðrik Glúmsson er 100 ára í dag.
Friðrik Glúmsson er 100 ára í dag.

„Ég fékk fyrsta bílinn minn, Volvo, skömmu eftir stríð. Þegar bíllinn kom fylgdu honum engin dekk því mikill gúmmískortur var á þessum árum. Ég mátti bíða í nokkra mánuði þar til mikilsmetinn maður gekk í málið,“ segir Friðrik Glúmsson, í Vallakoti í Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu, sem fagnar 100 ára afmæli í dag með því að heimsækja Fagraskóg í Eyjafirði.

Þar var hann fjósamaður og svínahirðir í fjögur ár á meðan Stefán Stefánsson, bróðir Davíðs Stefánssonar skálds, sat á Alþingi. Seinni partinn fagnar hann með heimilisfólkinu í Vallakoti þar sem hann er fæddur og hefur búið alla tíð fyrir utan árin fjögur í Fagraskógi. Í Vallakoti býr Friðrik ásamt bróðursyni sínum Þorsteini R. Þorsteinssyni og konu hans Jóhönnu Magneu Stefánsdóttur.

Friðrik er sonur Glúms Hólmgeirssonar, bónda í Vallakoti, sem varð 98 ára og Sigrúnar Friðriksdóttur. Bróðir Friðriks, Þórsteinn, er 86 ára, en systir þeirra Guðrún hafði náð 100 ára aldri þegar hún lést í fyrra. Friðrik ber nafn afa síns sem var landpóstur og má að sumu leyti segja að Friðrik hafi fetað í fótspor hans.

Friðrik segir miklar breytingar hafa orðið á samgöngumáta á þeirri öld sem hann hefur lifað. Helstar séu uppbygging vega og aukið öryggi á þeim en Friðrik starfaði sem atvinnubílstjóri frá 1946 til 1974.

Sjá viðtal við Friðrik í heild í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert