„Þetta á ekki að snúast um mig“

Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata.
Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Birgitta Jóns­dótt­ir, fyrr­ver­andi þingmaður Pírata, seg­ir und­ir­skrift­arlista þar sem sú at­b­urðarrás sem átti sér stað á fé­lags­fundi Pírata 15. júlí er for­dæmd, vera ánægju­efni. Hún seg­ir já­kvætt að verið sé að gagn­rýna þau vinnu­brögð sem áttu sér stað, en seg­ir mik­il­vægt að málið snú­ist ekki um sig. 

„Þetta er til þess að for­dæma vinnu­brögðin. Þetta á ekki að snú­ast um mig,“ seg­ir Birgitta í sam­tali við mbl.is. 

Í yf­ir­lýs­ingu við und­ir­skrift­arlist­ann seg­ir að fram­koma þeirra þing­manna Pírata og ann­ars valda­fólks inn­an flokks­ins sem fóru hörðum orðum um Birgittu Jóns­dótt­ur, vera op­in­bera aðför sem sé bæði ámæl­is­verð og eng­um til gagns. 64 ein­stak­ling­ar hafa skrifað und­ir list­ann í dag, marg­ir hverj­ir úr grasrót Pírata. 

„Ég vil ekki vera að tjá mig meira um þetta. Mér finnst bara gott að fólk bendi á hið aug­ljósa og standi í lapp­irn­ar,“ seg­ir Birgitta. 

Birgitta seg­ist ekki upp­lifa und­ir­skrift­ar­söfn­un­ina sem stuðning við sig. 

„Það er al­veg sama hver hefði lent í þessu. Ég hefði kvittað und­ir ná­kvæm­lega svona skjal.

„Mér finnst flott að það komi eitt­hvað sem sýn­ir að fólk var ekki sátt við vinnu­brögðin. Ég las þetta ekki sem stuðnings­yf­ir­lýs­ingu við mig, enda kem­ur það hvergi fram. Þetta var bara ekki góð leið til að vinna úr einu né neinu.“

Birgitta seg­ist nú vera að snúa sér að öðru og að fyr­ir sér sé mál­inu lokið. 

„Ég ætla ekki aft­ur í Pírata og ég ætla ekki að fara búa til meiri gjá á milli fólks. Ég hef bara annað og betra við lífið mitt að gera. Ég ætla ekki niður á þetta plan. 

„Ef það er eitt­hvað já­kvætt sem á að koma út úr þessu þá veit ég til þess að fólk er að reyna að rífa upp gras­rót­ina inn­an Pírata, hún átti alltaf að ráða. Mér finnst gott að búa í sam­fé­lagi þar sem fólk upp­lif­ir sig hafa rödd og ég vona að það tak­ist aft­ur, þar og víðar.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert