Enn er blautklútum hent í klósettið

Fjaran á Seltjarnarnesi var full af blautklútum þegar talning fór …
Fjaran á Seltjarnarnesi var full af blautklútum þegar talning fór fram nýlega. Ljósmynd/Umhverfisstofnun

„Að gefnu tilefni viljum við ítreka að klósettið er EKKI ruslafata.“ Þessa áminningu setti Umhverfisstofnun á heimasíðu sína nýlega, að gefnu tilefni.

Nú í júlí fóru starfsmenn Umhverfisstofnunar í fjöruna í Bakkavík á Seltjarnarnesi að tína rusl vegna vöktunarverkefnis stofnunarinnar. Vöktunin felur í sér að tína allt rusl á 100 metra kafla, fjórum sinnum á ári. Ruslið er flokkað eftir staðlaðri aðferðafræði og eru gögnin notuð til að fylgjast með þróun á magni og samsetningu rusls á ströndum.

Það varð fljótt áberandi hversu mikið var af blautklútum, sem var staðfest eftir talningu á ruslinu, segir á heimasíðunni. Alls voru tíndir 977 blautklútar, en það hafa aldrei fundist eins margir blautklútar í einni ferð. Til samanburðar voru alls tíndir 753 blautklútar árið 2017 og 605 klútar árið 2018.

Jafnframt er minnt á að til viðbótar er bannað að henda eftirtöldu í klósettið:

Tannþráðum, dömubindum, túrtöppum, smokkum, eyrnapinnum, bleyjum, eldhúsbréfum, trefjaklútum, fitu og olíum. sisi@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert