Flugmaðurinn úrskurðaður látinn

Flugmaðurinn var úrskurðaður látinn á vettvangi.
Flugmaðurinn var úrskurðaður látinn á vettvangi. mbl.is

Banaslys varð á Haukadalsflugvelli á Rangárvöllum nú síðdegis er flugvél hlekktist á í flugtaki. Lögreglan á Suðurlandi greinir frá því í færslu á Facebook að flugmaður flugvélarinnar, íslenskur karlmaður á sextugsaldri, hafi verið úrskurðaður látinn á vettvangi.

Unnið er að rannsókn á tildrögum slyssins.

Til­kynn­ing barst rétt fyr­ir hálfþrjú um að flug­vél hefði hlekkst á í flug­taki á Hauka­dals­flug­velli á Rangár­völl­um.

Þyrla var send af stað vegna slyss­ins en var síðan snúið við. Björgunarsveitir voru einnig kallaðar á vettvang að sögn Davíðs Más Bjarna­sonar, upp­lýs­inga­full­trúa Lands­bjarg­ar

Þetta er í annað sinn sem flug­slys verður á flug­vell­in­um á skömm­um tíma.

Vísir segir um fimmta tug manna hafa orðið vitni að slysinu og áfallateymi hafi því verið sent á slysstað.

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert