Göngumenn sendu neyðarboð úr Fljótavík

Landhelgisgæslan sendi varðskip í Fljótavík til þess að aðstoða við …
Landhelgisgæslan sendi varðskip í Fljótavík til þess að aðstoða við björgunarstarf. mbl.is/Kristinn Magnússon

Tveir göngumenn í Fljótavík sem sendu frá sér neyðarboð eru fundnir en unnið er að því að komast til þeirra. Þetta staðfestir Landhelgisgæslan í samtali við mbl.is, en varðskip gæslunnar sem var í Bolungarvík var sent af stað ásamt björgunarskipinu Gísla Jóns.

Í samtali við mbl.is segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, að vegna veðurs og öldugangs hafi gengið erfiðlega að komast í land þar sem mennirnir eru og varð því að fara í land hinum megin í víkinni. Hann segir það taka nokkurn tíma að komast að þeim.

Varðskip Landhelgisgæslunnar er einnig komið á staðinn og hefur sent hóp í land.

Göngumennirnir sendu frá sér neyðarboð upp úr níu í morgun og er ekki er vitað um ástand þeirra eða hvert tilefni neyðarboðanna er, að sögn Davíðs Más.

Vísir sagði fyrst frá.

Björgunarskipið Gísli Jóns var sent af stað vegna neyðarboða göngumannanna.
Björgunarskipið Gísli Jóns var sent af stað vegna neyðarboða göngumannanna. mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert