Kókaínmálið til saksóknara

Rannsókn lögreglunnar á Suðurnesjum á innflutningi á rúmum 16 kílóum af kókaíni til landsins er nú lokið og hefur málið verið sent til héraðssaksóknara. Þetta staðfestir Jón Halldór Sigurðsson lögreglufulltrúi.

Samkvæmt upplýsingum frá embætti héraðssaksóknara barst málið síðdegis í fyrradag og er nú í ákærumeðferð hjá embættinu.

Málið kom upp á Keflavíkurflugvelli 12. maí síðastliðinn en ríkisútvarpið greindi frá því fyrr í mánuðinum að þetta magn kókaíns væri margfalt á við það sem áður hefði þekkst hér á landi.

Þrír ungir íslenskir menn sem grunaðir eru um innflutninginn eru í gæsluvarðhaldi.

Vísir hefur greint frá því að málið sé talið sérstaklega viðkvæmt sökum aldurs þeirra en þeir eru fæddir 1998 og 1996.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert