Kynna uppbyggingu í Össurárdal

Jakob Frímann Magnússon.
Jakob Frímann Magnússon. mbl.is/Arnþór Birkisson

„Þetta verður stórkostlegt verkefni og mikill búhnykkur fyrir þetta svæði landsins,“ segir Jakob Frímann Magnússon, tónlistar- og athafnamaður, sem ásamt Áslaugu Magnúsdóttur, athafnakonu í New York, stendur fyrir tveimur kynningarfundum í sveitarfélaginu Hornafirði nk. mánudag.

Þar munu þau kynna áform sín um uppbyggingu á heilsutengdri ferðaþjónustu í landi Svínhóla í Össurárdal, rétt norðan við Höfn í Hornafirði. Festu þau kaup á landinu ásamt bandaríska arkitektinum John Brevard og fleiri fjárfestum, sem stofnað hafa með sér þróunarfélag um verkefnið.

Jakob Frímann vildi á þessu stigi ekki upplýsa nánar um verkefnið en haft var eftir honum í Morgunblaðinu fyrir rúmu ári að þróunarfélagið ætlaði að fjárfesta í afþreyingu, upplifunar- og ferðaþjónustu fyrir milljarða króna á næstu árum.

„Hugmyndin er að byggja áður óþekkta tegund af upplifunarmöguleikum á Íslandi, í umhverfi sem er guðdómlegt og í byggingarstíl sem hefur ekki sést hér áður og með möguleikum sem hafa til þessa ekki staðið til bóta á landsbyggðinni,“ sagði Jakob Frímann í Morgunblaðinu 23. júní 2018.

Fundirnir á mánudag verða kl. 12 í Nýheimum á Höfn í Hornafirði og kl. 15.30 í fundarhúsi Lónsmanna. Þar mæta Jakob og Áslaug með teikningar og lýsa verkefninu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert