Vegaframkvæmdir á áætlun

Vegaframkvæmdum í Ingólfsfirði miðar vel.
Vegaframkvæmdum í Ingólfsfirði miðar vel. mbl.is/Sigurður Bogi

Vegaframkvæmdir í Ingólfsfirði á Ströndum við veginn yfir til Ófeigsfjarðar eru á áætlun, að sögn Friðriks Friðrikssonar, talsmanns VesturVerks, sem sér um framkvæmdirnar.

Hann segir að enn sé töluvert mikið eftir af verkinu og býst við að vinnu verði lokið eftir tíu til fjórtán daga.

„Við erum bara í Norðfirði og eigum eftir að færa okkur yfir og laga veginn. Þetta er að mestu leyti bara verið að greina veginn og taka svona nibbur sem standa úti í vegi, öllum til bóta,“ segir Friðrik. „Þetta vinnst bara eins og það vinnst. Þetta er nú ekki stórvægilegt sem á að gera en það á að reyna að þurrka veginn svo að hann haldi betur og setja ræsi þar sem vatn fer illa með veginn.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert