Hitamet sumarsins í Ásbyrgi

Það hefur væntanlega verið hlýtt á tjaldsvæðinu í Ásbyrgi í …
Það hefur væntanlega verið hlýtt á tjaldsvæðinu í Ásbyrgi í dag. Ljósmynd/Vatnajökulsþjóðgarður

Hitamet sumarsins er fallið ef marka má mælingar Veðurstofu Íslands, en í Ásbyrgi mældist 25,9 stiga hiti upp úr hádegi í dag. Til þessa hafði mesti hiti í sumar mælst þann 12. júní á Skarðsfjöruvita, en þá mældist 25,3 stiga hiti.

Ágætis hiti hefur verið á Norðausturlandi í dag og mældist 24,7 stiga hiti í Bakkagerði á Borgarfirði Eystra og 24,3 stiga hiti á Egilsstaðaflugvelli.

Þá má búast við því að hitinn fari að færa sig Vestur og Suðvestur á morgun. Mjög hlýr loft­massi verður yfir land­inu næstu daga.

Átt­irn­ar á landinu í dag eru aust­læg­ar og suðlæg­ar og þurrt og bjart að mestu norðan­lands, en rign­ing og súld sunn­an­lands og einnig vest­an­lands síðar í dag. 

Á morg­un lít­ur út fyr­ir að hiti fari yfir 20 gráður í flest­um lands­hlut­um, en mun sval­ara verður aust­an­til á land­inu og við Húna­flóa þar sem þoku­bakk­ar ráða ríkj­um.

Tals­verður óstöðug­leiki verður í loft­mass­an­um yfir suðvest­an­verðu land­inu og aukast þá lík­urn­ar á þrumu­veðri með til­heyr­andi helli­demb­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert