Líklegt að einhver hitamet falli

Svona gæti staðan orðið klukkan sex síðdegis. Aldeilis bongó á …
Svona gæti staðan orðið klukkan sex síðdegis. Aldeilis bongó á Norðausturlandi. Kort/mbl.is

Mjög hlýr loftmassi verður yfir landinu næstu daga og líklegt að einhver hitamet falli. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings en í dag er líklegt að hitinn fari yfir 25 gráður á Norðausturlandi.

Áttirnar í dag verða austlægar og suðlægar. Þurrt og bjart verður að mestu norðanlands en rigning og súld sunnanlands og einnig vestanlands síðar í dag. 

Veðurvefur mbl.is

Hæsti hiti sumarsins til þessa mældist 12 júní á Skarðsfjöruvita eða 25.3 gráður og gaman að fylgjast með hvort hærri hiti muni mælast í dag,“ kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings.

Hiti í dag verður á bilinu 12 til 25 stig, hlýjast á Norðausturlandi.

Á morgun lítur út fyrir að hiti fari yfir 20 gráður í flestum landshlutum, en mun svalara verður austantil á landinu og við Húnaflóa þar sem þokubakkar ráða ríkjum.

Talsverður óstöðugleiki verður í loftmassanum yfir suðvestanverðu landinu og aukast þá líkurnar á þrumuveðri með tilheyrandi hellidembum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert