Maðurinn sem lést í flugslysi á Haukadalsflugvelli á Rangárvöllum síðdegis í gær, hét Sigurvin Bjarnason.
Sigurvin, sem var 64 ára, lætur eftir sig eiginkonu, þrjú uppkomin börn og fimm barnabörn.
Lögreglan á Suðurlandi greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni.
Slysið átti sér stað þegar flugvél sem Sigurvin flaug hlekktist á í flugtaki.