Rannsókn á vettvangi lauk í nótt

Vettvangsrannsókn vegna slyssins lauk í nótt.
Vettvangsrannsókn vegna slyssins lauk í nótt. mbl.is/​Hari

Vettvangsrannsókn á Haukadalsflugvelli á Rangárvöllum vegna banaslyss – sem varð þegar eins hreyfils flugvél hlekktist á við flugtak í gær – lauk seint í nótt, segir Ragnar Guðmundsson, rannsakandi hjá flugsviði rannsóknarnefndar samgönguslysa, í samtali við mbl.is.

Hann segir flak flugvélarinnar hafa verið fjarlægt af vettvangi og að það eigi eftir að skoða það nánar.

Slysið var tilkynnt á þriðja tímanum í gær og var flugmaðurinn, sem var einn í vélinni, úrskurðaður látinn á vettvangi.

Þetta er í annað sinn sem slys verður á þessum flugvelli á skömmum tíma. Á fimmtudag hlekktist flugvél á í lendingu. Spurður hvort það sé eitthvað við Haukadalsflugvöll sem er til athugunar, svarar Ragnar svo ekki vera á þessu stigi málsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert