Guðmundur Benediktsson sjónvarpsmaður og sparkspekingur opnar bar í Naustunum um mánaðamót ágúst og september. Barinn verður þar sem Húrra hefur verið síðustu ár og verður einfaldlega kallaður Gummi Ben bar.
Guðmundur sjálfur staðfestir við mbl.is að áformað sé að opna barinn en gefur ekki meira upp um málið að svo komnu. Áreiðanlegar heimildir mbl.is herma hins vegar að það verði nú um þarnæstu mánaðamót.
Húrra lokaði nýlega en hafði verið vinsæll skemmtistaður um árabil. Húsnæðið er í eigu Andrésar Þórs Björnssonar og Ómars Ingimarssonar. Guðmundur vildi ekki gefa upp við mbl.is hver stæði að opnun barsins með honum.
Soon 👀 pic.twitter.com/5ebnjbbaC1
— Gummi Ben (@GummiBen) July 28, 2019
Óræð tilkynning Gumma Ben á Twitter þessa efnis vakti nokkra athygli í gær og viðbrögð eftir því. Geoffrey Huntingdon-Williams, sem var hluti af fyrra rekstrarteymis Húrra, áður en Andrés og Ómar keyptu staðinn, tísti tilvísun í tíst Gumma þar sem hann sagði að um „nýja Húrra“ væri að ræða.
Nýji Húrra... https://t.co/YEEHTg2PLu
— Geoffrey Skywalker © (@Geoffreyskywalk) July 28, 2019
Margir lofuðu framtakið en ánægja annarra var blendin.
Spennandi!!! pic.twitter.com/sGynv9GQd2
— Gummi Ben Fan Club (@AddaendurGumma) July 28, 2019
úff ánægður með að það sé að koma sportbar í stað húrra hver kannast ekki við að ætla að horfa á leikinn vestan við lækjargötu og finna bara engin sæti á bjarna fel, hressó, american bar, drunk rabbit eða dubliner???
— sniddi 🤘 (@Maedraveldid) July 29, 2019