Miðflokkurinn skilaði inn andsvari

Þingmenn Miðflokksins hafa skilað inn andsvari vegna álits siðanefndar Alþingis …
Þingmenn Miðflokksins hafa skilað inn andsvari vegna álits siðanefndar Alþingis um Klaustursmálið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þingmenn Miðflokksins hafa skilað inn andsvari til forsætisnefndar vegna álits siðanefndar Alþingis sem fjallaði um Klaustursmálið. Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri grænna og tímabundinn varaforseti Alþingis, staðfestir þetta í samtali við mbl.is.

„Nú er verið að fara yfir þessi sjónarmið sem þar koma fram og ganga frá málinu. Vonandi verður hægt að ljúka því sem fyrst,“ segir Steinunn Þóra.

Steinunn Þóra og Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, voru skipuð varaforsetar Alþingis tímabundið svo hægt væri að taka Klaustursmálið fyrir í forsætisnefnd Alþingis þar sem allir nefndarmenn forsætisnefndar lýstu sig vanhæfa til þess. Þau vísuðu málinu í framhaldinu til siðanefndar til efnislegrar meðferðar.

Siðanefnd skilaði áliti sínu til þeirra Steinunnar og Haralds á mánudag fyrir viku og var það kynnt fyrir þingmönnum Miðflokksins sem hafa nú skilað inn andsvari.

Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri grænna og tímabundinn varaforseti Alþingis.
Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri grænna og tímabundinn varaforseti Alþingis. Ljósmynd/Alþingi
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert