Spáin um verslunarmannahelgi lítur vel út

Í Ásbyrgi mældist mestur hiti sumarsins í gær.
Í Ásbyrgi mældist mestur hiti sumarsins í gær. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Veðurhorfur næstu daga og um verslunarmannahelgina eru góðar samkvæmt nýjustu spám. Útlit er fyrir áframhaldandi hlýtt veður á landinu frá fimmtudegi til laugardags. Þá verður austlæg eða breytileg átt, skýjað með köflum eða bjartviðri og yfirleitt þurrt á landinu öllu.

Hitamet féll í Ásbyrgi í gær en þar fór hitinn upp í 25,9 gráður. Hitabylgja sem geisar í Evrópu um þessar mundir hefur þegar gert vart við sig á Íslandi og eru líkur á að hún muni ná yfir landið á næstu dögum.

Óli Þór Árnason veðurfræðingur segir að miðað við hve ört spáin hafi breyst á undanförnum dögum sé erfitt að fullyrða um veðurhorfur yfir verslunarmannahelgina. Fyrir stuttu var spáð rigningu í Vestmannaeyjum um þjóðhátíðarhelgina en nú er útlit fyrir þurrara veður.

„En þetta lítur að mörgu leyti ágætlega út. Það er engin stórviðri að sjá og enga úrkomu og það er ekki mjög kalt eða neitt svoleiðis, þannig að þetta lítur allt saman þokkalega út,“ segir Óli.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert