Fimm og hálfs mánaðar töf

Landsmenn kveðja gamla árið og fagna nýju með hefðbundnum hætti.
Landsmenn kveðja gamla árið og fagna nýju með hefðbundnum hætti. mbl.is/Árni Sæberg

Um fimm og hálfur mánuður er síðan þriggja manna starfshópur á vegum umhverfisráðherra átti að skila tillögum sínum um hvort og með hvaða hætti takmarka ætti notkun flugelda. Hópurinn var skipaður í lok desember 2018 og átti að skila tillögum til ráðherra fyrir 15. febrúar sl.

Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofustjóra umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, Steinunni Fjólu Sigurðardóttur, er starfshópurinn ekki að störfum eins og er vegna sumarfría. Segir hún vinnu hópsins langt komna og hann muni einhenda sér í að ljúka henni strax að loknu sumarfríi. Vonast er eftir niðurstöðu í málinu í haust að sögn hennar.

Ljóst er að vinna starfshópsins mun líklega ekki hafa áhrif á flugeldasýningar í sumar og snemma í haust en hefð er fyrir því að skjóta upp flugeldum á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum, á Menningarnótt í Reykjavík og á Ljósanótt í Reykjanesbæ. Óvíst er hvort áhrifa vinnunnar muni gæta um áramótin, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert