„Jöklar Suður-Vatnajökuls „grafa sínar eigin grafir“

Jöklar Suður-Vatnajökuls „grafa sínar eigin grafir“
Jöklar Suður-Vatnajökuls „grafa sínar eigin grafir“ mbl.is/RAX

„Frá aldamótum 2000 hefur Svínafellsjökull hörfað um 200 metra á meðan nágranni hans, Skaftafellsjökull, hefur hopað um rúmlega 1.000 metra,“ segir Hrafnhildur Hannesdóttir, sérfræðingur á sviði jöklarannsókna hjá Veðurstofu Íslands.

Hér sést hinn tignarlegi jökull sem bráðnar hratt. Að sögn Hrafnhildar hefur það breyst mikið hvernig jöklar hreyfast og hörfa. Fyrir framan flesta sporða Suður-Vatnajökuls hafa myndast lón sem flýta fyrir hörfun og leysingu jöklanna.

„Jöklarnir eru í raun búnir að grafa sínar eigin grafir, en botninn undir þeim nær allt að 300 metra undir sjávarmál, þeir hafa grafið stórar dældir sem síðan mynda þessi jökullón,“ segir Hrafnhildur í umfjöllun um þessi mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert