Steinharpan stækkar

Með sleglunum slær Páll Guðmundsson á Húsafelli flísar steinhörpunnar, sem …
Með sleglunum slær Páll Guðmundsson á Húsafelli flísar steinhörpunnar, sem hver hefur sinn töfrandi tón. mbl.is/Sigurður Bogi

Sá sem tek­ur á móti veg­far­end­um þegar komið er Kalda­dal að Húsa­felli í Borg­ar­f­irði er Johann Sebastian Bach. Svip­mótið er auðþekkt í högg­mynd Páls Guðmunds­son­ar sem er á stór­um steini í veg­brún.

„Ég held mikið upp á Bach og spila hann oft; sellósvít­una og hina frægu prelúdíu í B-dúr. Sem tón­skáld er Bach stór á alla mæli­kv­arða og hann gef­ur mér enda­laus­an kraft,“ sagði Páll á Húsa­felli þegar Morg­un­blaðið tók á hon­um hús á dög­un­um.

Við Húsa­fell­skap­ellu er nú orðinn til áhuga­verður list­astaður með mörg­um fal­leg­um verk­um. Sjá má alls kon­ar svipi og and­lit sem Páll hef­ur meitlað og höggvið í stein­ana í garðinum sem um­lukt­ur er hlöðnum vegg. Verið er að reisa bygg­ing­ar á svæðinu, en þar eru fyr­ir gam­alt fjós sem Páll hef­ur gert að lista­safni og skammt frá því pakk­hús, sem áður stóð í Eng­lend­inga­vík í Borg­ar­nesi. Í bygg­ing­unni er nú að finna stein­hörpu Páls, en af mörgu eft­ir­tekt­ar­verðu sem hann hef­ur skapað sem listamaður ber hörp­una hvað hæst.

„Harp­an verður stöðugt stærri. Fyr­ir hvert nýtt verk­efni eða tón­leika safna ég nýj­um stein­um og bæti við hljóðfærið sem nú er orðið um það bil tíu metra langt,“ seg­ir Páll þegar hann sýn­ir hljóðfærið. Í tím­ans rás hef­ur Páll leitað uppi og fundið í nærum­hverfi sínu lípar­ít­flís­ar sem tóna má finna úr. Í vinnu­stof­unni eru þær lagðar á tré­stokk með dúk á brík­un­um og þegar á þær er slegið með slegl­un­um má heyra hina feg­urstu mús­ík. Er hver flís einn tónn í þriggja og hálfr­ar átt­und­ar hljóðfæri.

Sjá sam­tal við Pál Guðmunds­son í heild á baksíðu Morg­unbaðsins í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert