„Töfrakaffi“ til skoðunar hjá MAST

MAST rannsakar „töfrakaffið“
MAST rannsakar „töfrakaffið“ mbl.is/Kristinn Magnússon

Megrunarkaffi sem inniheldur amfetamínskylt efni og er til sölu hér á landi er nú til skoðunar hjá Matvælastofnun og Lyfjaeftirliti Íslands. Í kaffinu er virka efnið phenylethylamine sem er á bannlista Alþjóðalyfjaeftirlitsins, WADA, og er því neysla þess fyrir hvers kyns íþróttakeppni t.a.m. bönnuð.

Framkvæmdastjóri Lyfjaeftirlitsins, Birgir Sverrisson, segir að eftirlitinu hafi borist ábendingar um megrunarkaffi, sem seljendur kalla gjarnan „töfrakaffi“ og inniheldur efnið phenylethylamine (PEA), sem hefur örvandi áhrif.

„Ástæðan fyrir því að þetta örvandi efni er á bannlista WADA er að efnið er hættulegt heilsu fólks og er árangursbætandi,“ segir Birgir. Þess vegna gæti íþróttafólk sem tekur inn efnið fyrir keppni fallið á lyfjaprófi, þar sem efnið er amfetamínskylt. Birgir frétti fyrst af því í gær að kaffi sem inniheldur efnið væri til sölu á Íslandi.

„Lyfið er amfetamínskylt og það ætti að vera ólöglegt að selja þetta í flestum löndum. Þessi vara er skólabókardæmi um eitthvað sem varað er við. Vörur sem eiga að grenna fólk eða auka vöðvamassa þess, þær ber að varast. Það er oft eitthvað óvenjulegt í þessu,“ segir hann í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert