Vilja frekari hömlur á jarðakaup

mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Meirihluti landsmanna vill að stjórnvöld setji frekari skorður við jarðakaupum erlendra aðila hér á landi. Þetta kemur fram í könnun sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir Fréttablaðið og fréttablaðið.is.

Spurt var hversu sammála eða ósammála fólk væri því að stjórnvöld ættu að setja frekari skorður við jarðakaup erlendra aðila á Íslandi. Af þeim sem tóku afstöðu voru 83,6% mjög eða frekar sammála því að setja frekari skorður við kaupin.

Rúm ellefu prósent eru hlutlaus og einungis fimm prósent eru ósammála.

Könnunin var framkvæmd 24. -29. júlí síðastliðinn og var send á tvö þúsund einstaklinga í könnunarhópi Zenter rannsókna. Svarhlutfallið var 51 prósent.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka