Húsnæði tveggja fyrirtækja rjúkandi rúst

Húsnæði útgerðarinnar IP og matvinnslufyrirtækisins IC Core á Fornubúðum við Hafnarfjarðarhöfn er gerónýtt. Aðrir hlutar hússins sem brann sluppu við annað en reykskemmdir.

Í þessum hluta byggingarinnar, þar sem bruninn átti upptök og olli mestum skaðanum, voru dýrar matvinnsluvélar. Eigandi hússins sagði við mbl.is fyrr í dag að sennilega hlypi tjónið á hundruðum milljóna, þó að ekkert verði fullyrt um það í bili. Hitt er ljóst, að allt sem var þarna inni er ónýtt.

Slökkviliðsmenn eru enn að slökkva í síðustu glæðunum í húsinu og um leið að fjarlægja rústirnar úr húsinu. Tæknideild lögreglunnar er mætt á svæðið en nokkur tími mun líða áður en hún tekur við vettvanginum, enda frágangur eftir.

Stórar vinnuvélar vinna að því að taka brunarústirnar frá.

Inni í húsnæði IC Core. Þar er allt í rúst.
Inni í húsnæði IC Core. Þar er allt í rúst. mbl.is/Snorri
Húsnæðið sem varð skást úti. Skemmdirnar eru nokkrar, þó að …
Húsnæðið sem varð skást úti. Skemmdirnar eru nokkrar, þó að eldurinn hafi ekki náð að teygja sig þarna inn. Reykur og vatn settu sitt mark á húsnæði Fiskmarkaðarins. mbl.is/Snorri
Lítið er eftir af húsnæði IC Core.
Lítið er eftir af húsnæði IC Core. mbl.is/Snorri
mbl.is/Snorri
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert