Íhugar fleiri ODDSSON-gististaði

Margrét Ásgeirsdóttir.
Margrét Ásgeirsdóttir. mbl.is/Árni Sæberg

Margrét Ásgeirsdóttir, athafnakona og læknir, tók ODDSSON-hótel, nýjasta hótel Reykjavíkur, í notkun í byrjun sumars.

Hún var áður með ODDSSON-hostel í rekstri í JL-húsinu en það var lagt niður í fyrrahaust. Þess í stað er komið Circle hostel en Ásgeir Mogensen, sonur Margrétar og Skúla Mogensen, er framkvæmdastjóri nýja hostelsins.

Margrét segir fleiri staðsetningar í skoðun fyrir ODDSSON-gististaði, jafnvel utan höfuðborgarsvæðisins. Þrátt fyrir niðursveifluna sjái erlendir fjárfestar mikil tækifæri í íslenskri ferðaþjónustu. Hún grínast með það í samtali við ViðskiptaMoggann að hafa rekið „Hótel Möggu mömmu“ í Kanada.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert