Opið svæði á Rjúpnahæð

Vinna hefst von bráðar en svæðið verður líklega tilbúið 2020.
Vinna hefst von bráðar en svæðið verður líklega tilbúið 2020.

Tillaga að framkvæmdum á Rjúpnahæð í Kópavogi, sem gerir m.a. ráð fyrir opnu svæði næst Austurkór 2-12, var kynnt í skipulagsráði bæjarins í gær og mun vinna að verkinu hefjast síðsumars eða snemma í haust. Þetta staðfestir Birgir Hlynur Sigurðsson, skipulagsstjóri Kópavogs.

Samkvæmt honum er gert ráð fyrir að svæðið verði að mestu leyti skóggrassvæði og verður haldið í villtan gróður sem er þegar til staðar á svæðinu.

Lúpínu verður útrýmt

Að auki verður reynt að endurskapa sambærilega náttúru með lagningu lyngþakna, með því að koma fyrir grjóti og villtum gróðri. Inn á milli er gert ráð fyrir rjóðrum og stígum með slegnum grasflötum.

Framkvæmdir verða auk þess á norðurhluta Rjúpnahæðar þar sem gert er ráð fyrir að núverandi skógarsvæði verði haldið óröskuðu en lúpínu verði þar útrýmt. Lokið verður við frágang við leiksvæði, sem reist var árið 2016, með uppsetningu stakrar körfu og setstalla og verða tré gróðursett umhverfis það.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert