Rannsókn á vélinni hefst fljótlega

Frá slysstaðnum.
Frá slysstaðnum. mbl.is/​Hari

Rannsókn á flugvélinni sem hlekktist á við flugtak á Haukadalsflugvelli um síðustu helgi með þeim afleiðingum að karlmaður á sjötugsaldri lést hefst mjög fljótlega.

Þetta segir Ragnar Guðmundsson, rannsakandi hjá flugsviði rannsóknarnefndar samgönguslysa, í samtali við mbl.is.

Flugvélin var flutt í geymslu sem rannsóknarnefndin hefur til umráða en áframhaldandi rannsókn á vélinni er ekki hafin. 

Ekkert sem komið hefur fram bendir til þess að aðstæður á Haukadalsflugvelli tengist banaslysinu, að sögn Ragnars. Flugmaðurinn, sem var einn í vélinni, var úrskurðaður látinn á vettvangi. 

Bráðabirgðaskýrsla um slysið verður gefin út einum til tveimur mánuðum eftir að slysið varð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert