„Skrítið eftir allan þennan tíma“

Feðgarnir Ragnar Kristjánsson framkvæmdastjóri, til vinstri, og Kristján Ragnarsson, stöðvarstjóri …
Feðgarnir Ragnar Kristjánsson framkvæmdastjóri, til vinstri, og Kristján Ragnarsson, stöðvarstjóri í Fornubúðum í Hafnarfirði, til hægri. Þeir sjá ekki fram á að starfa í húsinu næstu daga en halda þó áfram óbreyttri starfsemi. mbl.is/Snorri

„Við erum búin að vera í þessu húsnæði óslitið frá því í mars 1987,“ segir Kristján Ragnarsson, stöðvarstjóri í Fiskmarkaði Suðurnesja í Fornubúðum í Hafnarfirði. „Það er mjög skrítið eftir allan þennan tíma að sjá þetta hús fara,“ segir hann.

Faðir hans, Ragnar Kristjánsson, er framkvæmdastjóri Fiskmarkaðar Suðurnesja á landsvísu en það er næststærsta fyrirtæki sinnar gerðar hér á landi, með stöðvar í Grindavík, á Höfn í Hornafirði, Ísafirði og í Sandgerði. Kristján hefur því verið í kringum þetta hús alla ævi.

Mesti eldsmaturinn í eldsvoðanum að Fornubúðum í Hafnarfirði í nótt voru fiskiker, sem mest eru úr olíu. Mikil mildi er að eldurinn hafi ekki breiðst austar í húsið, í húsnæði Fiskmarkaðar Suðurnesja, þar sem fiskiker stóðu í háum stæðum.

Verið er að flytja 150 fiskiker úr húsnæðinu til hreinsunar hjá Umbúðamiðlun, sem á kerin. Hvert ker kostar 35-40.000 krónur, þannig að um var að ræða virði 5-6 milljóna í kerjum. Þessi ker ættu þó að vera heil á húfi, en þau þarf að hreinsa strax svo sótið setjist ekki í plastið.

Verið er að flytja 150 fiskiker úr húsnæðinu til hreinsunar …
Verið er að flytja 150 fiskiker úr húsnæðinu til hreinsunar hjá Umbúðamiðlun, sem á kerin. Hvert ker kostar 35-40.000 krónur, þannig að um var að ræða virði 5-6 milljóna í kerjum. mbl.is/Snorri

Fyrr á árinu, í janúar, voru í geymslu hjá Fiskmarkaði Suðurnesja þúsundir fiskikerja. Það er mikil mildi að þau hafi ekki verið á staðnum þegar bruninn varð, því sennilega hefði hann náð að teygja sig í þau. Þá hefði húsið sennilega orðið verr úti.

Halda áfram starfsemi

Eins og segir brann hlutinn sem Fiskmarkaður Suðurnesja er í ekki. Þar verður þó ekki starfsemi næstu daga, enda nokkuð um reykskemmdir. „Við höldum þó áfram óbreyttri starfsemi, það er bara spurning hvar nákvæmlega. Það skýrist,“ segir Ragnar framkvæmdastjóri.

„Við erum í þeirri stöðu að hér er strandveiði, um 10-12 bátar, og það er nýr strandveiðimánuður að byrja. Við komum til með að leysa þetta einhvern veginn og þjónusta höfnina áfram og selja fiskinn fyrir menn,“ segir Ragnar. Hann telur að ekki komi í ljós fyrr en á næstu vikum hvort húsið verði áfram starfhæft.

Smávegis af fiski var í kerjum í húsinu þegar það brann og reyk lagði inn í húsnæði Fiskmarkaðarins, andvirði um 150.000 króna, telur Ragnar. Hann er vitaskuld allur ónýtur. „Ég spurði þó hvort það væri ekki hægt að selja hluta af þessu sem reyktan lax,“ grínast Ragnar með og hlær.

Mikill eldur logaði í vesturhluta byggingarinnar í morgun. Þar brunnu …
Mikill eldur logaði í vesturhluta byggingarinnar í morgun. Þar brunnu matur, plastker og framleiðslutæki. Hann teygði sig ekki yfir í þann hluta byggingarinnar þar sem Fiskmarkaður Suðurnesja er með starfsemi. mbl.is/​Hari
Verið er að koma kerjunum í bíl til að fara …
Verið er að koma kerjunum í bíl til að fara með þau í hreinsun. Þau ættu að vera í lagi, annað væri 5-6 milljóna tjón, en það þarf að hreinsa úr þeim sótið hið snarasta. mbl.is/Snorri
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka