Stórbruni í Hafnarfirði

mbl.is/Hari

Mikill eldur logar nú í húsnæði Fiskmarkaðar Suðurnesja, að Fornubúðum í Hafnarfirði. Allur tiltækur mannskapur slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins er á svæðinu, en í samtali við mbl.is segir Sigurjón Hendriksson varðstjóri að búist sé við að vinna standi fram eftir degi. „Við verðum sjálfsagt enn að spjalla saman í hádeginu,“ segir hann við blaðamann.

„Það er lítið heilt inni í þessu,“ segir Sigurður og á einnig von á að reykskemmdir séu á öðrum húsum á svæðinu.

Mikinn reyk leggur frá húsinu og yfir í nærliggjandi hús, sem stendur á iðnaðarsvæði Suðurhafnar miðsvæðis í bænum. Húsið sé fullt af fiskikerjum, plasti og öðru eldfimu efni sem brenni vel og því logi glatt í húsinu. Slökkviliðsmenn ráðist á húsið frá nokkrum hliðum og reyni að verja nærliggjandi hús frá reykskemmdum.

Reykjarfnyk leggur suður yfir bæinn og finnst alla leið á Velli. Sigurður ráðleggur íbúum í nágrenninu að loka gluggum og hækka í ofnum verði þeir reyksins varir.

Uppfært kl. 6:40:

Slökkviliðsmenn hafa rofið þakið á húsnæðinu til þess að ná þrýstingnum út en megináherslan er á það að koma í veg fyrir að eldurinn breiðist út samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu. Verið er að verja aðallega annan hinn enda hússins.

Mikill eldur er enn í húsinu og mikill hiti. Um er að ræða lengju atvinnuhúsnæðis sem hýsir fleiri fyrirtæki. Eins og áður segir er gert ráð fyrir að nokkurra klukkutíma vinna sé eftir.

mbl.is/Hari
mbl.is/Hari
mbl.is/Hari
Ljósmynd/Aðsend
mbl.is/Stefán Einar Stefánsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert