Strætó fer 21 aukaferð vegna þjóðhátíðar

Strætó hefur fjölgað ferðum sínum vegna þjóðhátíðar.
Strætó hefur fjölgað ferðum sínum vegna þjóðhátíðar. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Leið 52 hjá Strætó, sem gengur milli Reykjavíkur og Landeyjahafnar, mun aka 21 aukaferð dagana 1.-5. ágúst vegna þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum.

Fram kemur í fréttatilkynningu frá Strætó að aukaferðirnar séu allar skipulagðar með áætlun Herjólfs að leiðarljósi og er tímaáætlunina að finna hér

Ekki verður hægt að bóka sæti um borð fyrir fram og fargjald er greitt um borð í vagninum. Hægt er að greiða fargjald í landsbyggðarvögnum með debit- eða kreditkortum, strætómiðum eða reiðufé, en vagnstjórar geta ekki gefið til baka.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert