Drusla í lagi en ekki tík?

Gunnar Bragi Sveinsson segir siðanefndina hafa kryddað söguna af Klausturmálinu …
Gunnar Bragi Sveinsson segir siðanefndina hafa kryddað söguna af Klausturmálinu með því að breyta orðalaginu frá handriti Alþingis. mbl.is/Hari

Er í lagi að kalla ráðherra „gungu og druslu“  en ekki tík? Gunnar Bragi Sveinson, þingmaður Miðflokksins, veltir í svörum sínum til forsætisnefndar því upp hvort að þingforsetarnir og siðanefnd hafi kynnt sér orðfæri í þingsal.

Forsætisnefnd fundar nú um niðurstöðu siðanefndar Alþingis um Klausturmálið svo nefnda og greindi Morgunblaðið í dag frá því að þeir Gunnar Bragi og Bergþór Ólason hefðu einir verið fundnir sekir um að hafa brotið siðareglur.

Vísar Gunnar Bragi í svörum sínum til forsætisnefndar vegna orða sem hann lét falla um Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra á Klausturbar til orða sem Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, lét falla um Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra, er hann var í stjórnarandstöðu.

Sagði Gunnar Bragi orð sín um Lilju eiga „sér rætur í vonbrigðum og reiði vegna persónulegs máls“.

„Það er hins vegar al íslenskt að nota þau orð sem þarna voru höfð uppi og hafa ekki til þessa talist ósiðleg en klárlega skammarorð. Spyrja má hvort minnihluti siðanefndar hefði komist að sömu niðurstöðu ef karlmaður hefði átt í hlut?“ spurði Gunnar Bragi.

„Ef orðin hundur, asni, drullusokkur, gunga og drusla, skítlegt eðli eða eitthvað þaðan af verra hefði verið notað í staðin fyrir orðið „tík”. Á enskri tungu er orðið m.a. notað yfir óforskammaða manneskju.“

Bætti hann því næst við að hvort sem fólki líkaði betur eða verr þá væru „þessi orð og mörg önnur notuð til lýsingar á skoðunum þegar þau eru sögð“.

Þá velti Gunnar Bragi því upp hvort siðanefndin eða þau Steinunn og Haraldur hefðu kynnt sér orðfæri þingmanna í þingsal? „Er það mat nefndarinnar og hinna ólöglega kjörnu forseta að það að kalla ráðherra gungu og druslu” sé í lagi nema það teljist til hefðar að nota slík orð? Mega þingmenn nota slíkt orðfæri?“

Menntamálaráðherra hefði sjálf misnotað orðið ofbeldi í pólitískum tilgangi. Hún væri þó fyrst og fremst stjórnmálamaður sem nýtti „sín tækifæri“ en væri „ágætis manneskja“.

Gagnrýndi hann einnig að siðanefndin, eða minnihluti hennar, hefði kryddað söguna af Klausturmálinu með því að breyta orðalaginu frá handriti Alþingis með því að nota orðið „sundkerling” í stað „sunddrottningar” í því skyni að gera setninguna „meira krassandi“.

„Er þetta enn eitt dæmi um þá pólitísku vegferð sem siðanefndin og pólitískir andstæðingar okkar eru í.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert