Malbik allan hringinn

Þar sem malbikið endaði í Berufirði er nú bundið slitlag.
Þar sem malbikið endaði í Berufirði er nú bundið slitlag. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Svo bar til í gær að lokið var við mal­bik­un veg­ar­ins um Beru­fjörð á Aust­ur­landi. Er nú bundið slitlag all­an hring­veg­inn. Um svo­kallaða klæðningu er að ræða, eða þunnt mal­bik eins og það er stund­um kallað. Sveinn Sveins­son, svæðis­stjóri hjá Vega­gerðinni fyr­ir aust­an, seg­ir möl­ina hafa verið sprautaða og klædda biki. Veg­ur­inn batn­ar síðan eft­ir því sem hann er keyrður til.

Tæp­lega fimm kíló­metra lang­ur kafl­inn var sá eini sem stóð út af eft­ir að bundið slitlag fékkst alla leiðina milli Ak­ur­eyr­ar og Eg­ilsstaða árið 2007.

Reglu­leg­ar breyt­ing­ar eru gerðar á því sem heit­ir hring­veg­ur­inn, veg­ur nr. 1. Árið 2017 var skil­grein­ingu hring­veg­ar­ins breytt þannig að hann lægi nú um Suðurf­irði en ekki Breiðdals­heiði líkt og áður. Var það gert til að beina ferðamönn­um síður um ófæra Breiðdals­heiðina, sem G. Pét­ur Matth­ías­son, upp­lýs­inga­full­trúi Vega­gerðar­inn­ar, seg­ir að verði seint mal­bikuð. Er veg­ur­inn nú 1.341 kíló­metri að lengd, en und­an­skil­ur vita­skuld Vest­f­irði.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert