Snorrabraut nú lokuð fyrir umferð

Snorrabraut hefur verið lokað tímabundið.
Snorrabraut hefur verið lokað tímabundið. mbl.is/Hallur Már

Snorrabraut er nú lokuð og hefur verið það frá því í morgun. Búið er að grafa niður að leiðslum og lögnum sem liggja undir malbikinu. Umferð er því tímabundið vísað um hjáleiðir. Auglýst hefur verið að opnað verði aftur fyrir umferðina á morgun föstudag kl. 19.

Á meðan lok­un var­ir verður strætó og al­mennri um­ferð vísað um hjá­leiðir. Verður um­ferð suður Snorra­braut beint á hjá­leiðir um Bergþóru­götu, Baróns­stíg og Eg­ils­götu. Um­ferð norður Snorra­braut mun hins veg­ar fara hjá­leið um Flóka­götu, Rauðar­ár­stíg og Grett­is­götu.

Finna má kort með hjáleiðum í þessari frétt mbl.is.

Nánari upplýsingar um verkið er að finna á vef Veitna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert