TF-SIF flaug 68% tímans erlendis

TF-SIF á flugi.
TF-SIF á flugi. mbl.is/Árni Sæberg

Flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF flaug 6.000 flugtíma fyrstu 10 árin sem hún var í notkun. Þar af flaug hún 4.102 flugtíma í leiguverkefnum erlendis, eða rúmlega 68% flugtímans.

Þetta kemur fram í svari Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur dómsmálaráðherra við fyrirspurn frá Ingu Sæland um úthaldsdaga og flugtíma hjá Landhelgisgæslunni. Svarið er birt á heimasíðu Alþingis. „Varðandi flugtíma erlendis á flugvélinni þá eru þeir að stórum hluta vegna þátttöku í Frontex-verkefnum (á Miðjarðarhafi) en einnig var vélin í verkefnum í Mexíkóflóa vegna mengunarslyssins sem varð þar (olíuborpallurinn Deepwater Horizon),“ segir í svarinu. Flugtímar TF-SIF erlendis voru flestir árið 2012, eða 671. Á árunum tíu, þ.e. árin 2009-2018, var TF-LÍF sú þyrla sem flaug mest, eða 3.563 flugtíma. TF-GNÁ flaug 3.162 tíma en aðrar þyrlur minna.

Þá spurði þingmaðurinn einnig hve margir árlegir úthaldsdagar skipa Landhelgisgæslunnar hefðu verið frá árinu 2016, sundurliðað eftir árum og skipum. Úthaldsdögum skipanna fjölgaði úr 393 árið 2016 í 458 árið 2018. Þessi þrjú ár var Þór gerður út í 512 daga og Týr í 439 daga. sisi@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert