„Þeim til ævarandi skammar“

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. mbl.is/​Hari

„Í samræðum sínum á Klausturbarnum kom glöggt í ljós hvaða hug þingmennirnir bera til kvenna. Það var sannarlega dapurlegt,“ segir Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra málaráðherra á Facebook-síðu sinni.

Tilefnið eru andmæli þingmanna Miðflokksins við niðurstöðu siðanefndar Alþingis, sem fjallað hefur verið um í dag, en eins og greint var frá í Morgunblaðinu í morgun komst siðanefndin að þeirri niðurstöðu að þeir Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason hefðu brotið siðareglur alþingismanna með orðum sem þeir viðhöfðu á Klaustri 20. nóvember síðastliðinn.

Forsætisnefnd Alþingis, skipuð tveimur varamönnum, hefur síðan gert niðurstöðu siðanefndar að sinni.

Lilja segir „enn dapurlegra“ að þeir hinir sömu skuli nú, átta mánuðum síðar, „ekki enn sjá að sér heldur reyna að réttlæta ummæli sín.“

„Leitt að þeir sjái ekki sóma sinn í að líta í eigin barm. Ummælin verða þeim til ævarandi skammar,“ skrifar ráðherra.



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka