Tveir brutu siðareglur

Þingmenn Miðflokksins. Frá vinstri sitja við borðið Karl Gauti Hjaltason, …
Þingmenn Miðflokksins. Frá vinstri sitja við borðið Karl Gauti Hjaltason, Bergþór Ólason, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Anna Kolbrún Árnadóttir og Ólafur Ísleifsson. mbl.is/​Hari

Bergþór Ólason og Gunn­ar Bragi Sveins­son brutu siðaregl­ur alþing­is­manna með um­mæl­um sín­um á Klaustri 20. nóv­em­ber. Kem­ur þetta fram í áliti siðanefnd­ar sem Morg­un­blaðið hef­ur und­ir hönd­um.

For­sæt­is­nefnd fund­ar um málið í dag. Þing­menn­irn­ir gagn­rýna harðlega vinnu­brögð og niður­stöðu siðanefnd­ar í bréf­um til for­sæt­is­nefnd­ar, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

Bergþór og Gunn­ar brutu siðaregl­ur

Í áliti siðanefnd­ar, sem Morg­un­blaðið hef­ur und­ir hönd­um, er það niðurstaðan að Bergþór Ólason og Gunn­ar Bragi Sveins­son, þing­menn Miðflokks­ins, hafi gerst brot­leg­ir við siðaregl­ur alþing­is­manna með um­mæl­um sem þeir létu falla á Klaustri bar 20. nóv­em­ber. Aðrir þing­menn sem tóku þátt í sam­tal­inu, Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son og Anna Kol­brún Árna­dótt­ir úr Miðflokki og Karl Gauti Hjalta­son og Ólaf­ur Ísleifs­son, sem voru í Flokki fólks­ins þegar sam­talið átti sér stað en gengu síðar til liðs við Miðflokk­inn, brutu ekki gegn siðaregl­um alþing­is­manna.

Bergþór og Gunn­ar Bragi þóttu með um­mæl­um sín­um hafa brotið gegn c- og d-lið 1. mgr. 5. gr. og 7. og 8. gr. siðareglna alþing­is­manna, en þar seg­ir m.a. að alþing­is­menn skuli sem þjóðkjörn­ir full­trú­ar „leggja sig fram um að skapa í störf­um sín­um heil­brigt starfs­um­hverfi inn­an þings sem utan og hvarvetna þar sem þeir sinna störf­um sín­um þar sem hafnað er hvers kon­ar kyn­ferðis­legri eða kyn­bund­inni áreitni, einelti eða ann­arri van­v­irðandi fram­komu“. Seg­ir einnig í regl­un­um að þing­menn skuli ekki kasta rýrð á Alþingi eða skaða ímynd þess með fram­komu sinni.

„Öll af sömu rót­inni sprott­in“

Siðanefnd fjallaði sér­stak­lega um um­mæli Önnu, Bergþórs, Gunn­ars og Sig­mund­ar. Í um­fjöll­un um um­mæli Bergþórs, sem m.a. fóru í há­mæli eft­ir að Klaust­urs­upp­tök­urn­ar svo­kölluðu voru gerðar heyr­in­kunn­ar, voru til­tek­in um­mæli hans um Ingu Sæ­land, formann Flokks fólks­ins, Írisi Ró­berts­dótt­ur, bæj­ar­stjóra Vest­manna­eyja­bæj­ar, Al­bertínu Friðbjörgu Elías­dótt­ur alþing­is­mann og Lilju Al­freðsdótt­ur, mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra. Í um­fjöll­un um um­mæli Gunn­ars Braga til­tók siðanefnd sér­stak­lega um­mæli hans um Al­bertínu Friðbjörgu alþing­is­mann, um Lilju Al­freðsdótt­ur mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra og um Ragn­heiði Run­ólfs­dótt­ur, af­reks­konu í sundi.

Sagði siðanefnd­in um um­mæli flokks­bræðranna: „Eins og áður grein­ir get­ur hátt­erni sem telst ósiðlegt eða óviðeig­andi af hálfu þings­ins kastað rýrð á Alþingi og skaðað ímynd þess. Þar und­ir get­ur fallið ósæmi­leg fram­koma eða van­v­irðing er lýt­ur að kyn­ferði, kynþætti eða trú­ar­brögðum. Siðanefnd tel­ur ekki þörf á að greina hvert og eitt atriði í um­mæl­um [Bergþórs og Gunn­ars]. Þau eru öll af sömu rót­inni sprott­in. Þau eru ósæmi­leg og í þeim felst van­v­irðing er lýt­ur að kyn­ferði þeirra kvenna sem um er rætt. Siðanefnd tel­ur þau einnig til þess fall­in að kasta rýrð á Alþingi og skaða ímynd þess, auk þess sem þau sýna Alþingi, stöðu þess og störf­um ekki virðingu.“

Um­mæli flokks­bræðranna um Al­bertínu alþing­is­mann voru af svipuðum meiði, þ.e. að hún hefði áreitt þá kyn­ferðis­lega.

Í bréf­um sem þing­menn­irn­ir sendu for­sæt­is­nefnd, sem Morg­un­blaðið hef­ur und­ir hönd­um, vegna um­fjöll­un­ar siðanefnd­ar, seg­ir Bergþór um um­mæli þau sem hann lét falla um Al­bertínu að hann hafi síðan hvorki dregið orð sín til baka, né beðist af­sök­un­ar á þeim sér­stak­lega, enda hafi þarna verið „í engu orðum aukið það sem átti sér stað og í raun al­veg gal­in staða að vera út­málaður í hlut­verki ger­anda í þessu máli, þegar raun­in er þver­öfug“. Skrif­ar hann enn frem­ur: „Þarna er ég að lýsa erfiðri reynslu sem ég varð fyr­ir í einka­sam­tali á meðal vina. Ég er að lýsa því þegar nú­ver­andi þing­kona gekk svo nærri mér kyn­ferðis­lega að ég var lengi að átta mig á því hvað hafði gerst. Og ég má ekki tala um það í einka­sam­töl­um!“

Eru at­huga­semd­ir Gunn­ars Braga um um­mæli hans um þing­kon­una á sömu leið. „Allt það sem þar er sagt stend ég við en vil þó taka fram, líkt og ég gerði við viðkom­andi, að notk­un á orðinu „nauðgun“ var of gróft og var hún beðin af­sök­un­ar á þeirri orða notk­un,“ skrif­ar hann.

Aðrir ekki brot­leg­ir

Um­mæli Sig­mund­ar Davíðs og Önnu Kol­brún­ar voru einnig tek­in til skoðunar. Voru þar sér­stak­lega at­huguð um­mæli Önnu Kol­brún­ar þegar hún upp­nefndi Freyju Har­alds­dótt­ur stjórn­mála­konu. Seg­ir Anna Kol­brún í bréfi til for­sæt­is­nefnd­ar að upp­nefni séu oft viðhöfð um stjórn­mála­menn og í um­ræddu til­viki hafi upp­nefnið ekki falið í sér ill­mælgi.

Taldi siðanefnd að upp­nefnið yrði ekki rétt­lætt með skýr­ing­um um að upp­nefni hefðu oft verið viðhöfð um stjórn­mála­menn og í þeim kynni að fel­ast ein­hver brodd­ur án þess að litið yrði á þau sem ill­mælgi. Þótti siðanefnd­inni að um­mæli Önnu gætu skaðað ímynd Alþing­is en erfitt væri að slá því föstu. „Í ljósi af­mörk­un­ar for­sæt­is­nefnd­ar og hversu tak­markaðar upp­lýs­ing­ar liggja til grund­vall­ar þess­um um­mæl­um tel­ur siðanefnd rétt að Anna Kol­brún Árna­dótt­ir njóti vaf­ans að þessu leyti,“ sagði í álit­inu.

Þá taldi siðanefnd­in ekki að um­mæli Sig­mund­ar Davíðs, sem voru viðhöfð í tengsl­um við full­yrðing­ar annarra viðstaddra, hefðu brotið gegn siðaregl­um.

Ger­ir Sig­mund­ur í bréfi sínu til for­sæt­is­nefnd­ar ekki at­huga­semd við niður­stöðu siðanefnd­ar að þessu leyti.

Þurftu ekki að aðhaf­ast

Að auki við um­fjöll­un um um­mæli þing­mann­anna fjög­urra tók siðanefnd­in einnig til um­fjöll­un­ar hvort all­ir viðstöddu, þ.e. fjór­ir of­an­nefndu auk Karls Gauta og Ólafs Ísleifs­son­ar, hefðu brotið gegn siðaregl­um með því að sitja at­huga­semda­laust und­ir um­mæl­um annarra þing­manna, ekki sýnt for­dæmi og frum­kvæði að því að styðja siðaregl­urn­ar í verki. Sagði siðanefnd­in að ekki væri unnt að full­yrða að siðaregl­urn­ar geri þær kröf­ur til þing­manna að þeir aðhaf­ist með þeim hætti sem lýst er í af­mörk­un for­sæt­is­nefnd­ar, og töld­ust því þing­menn­irn­ir sex ekki hafa brotið gegn siðaregl­un­um með þess­um hætti.

Ólaf­ur og Karl Gauti sendu for­sæt­is­nefnd ekki bréf með at­huga­semd­um við álit siðanefnd­ar.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka